Grindavík með 8 stiga forskot

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Óhætt er að segja að karlalið Grindavíkur í körfuboltanum hafi dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmenn liðsins í vetur. J’Nathan Bullock hefur farið á kostum í síðustu leikjum en gegn Tindastóli í gærkvöldi var það Giordan Watson sem dró vagninn og skoraði 40 stig þegar Grindavík vann með 9 stiga mun, 105 stigum gegn 96 á Sauðárkróki.

Grindavík hafði 16 stiga forskot í hálfleik, 56-40. Heimamönnum tókst að klára í bakkann í seinni hálfleikleik en sigur Grindavíkur var aldrei í hættu.

Tindastóll-Grindavík 96-105 (16-28, 24-28, 27-33, 29-16)
Grindavík: Giordan Watson 40/7 stoðsendingar, J’Nathan Bullock 22/7 fráköst/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15, Þorleifur Ólafsson 10, Páll Axel Vilbergsson 10, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 2, Ólafur Ólafsson 2/4 fráköst, Ryan Pettinella 2/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.

Staðan er þessi:

1. Grindavík 15 14 1 1341:1160 28
2. Stjarnan 14 10 4 1248:1159 20
3. Keflavík 14 10 4 1291:1177 20
4. Snæfell 15 9 6 1435:1336 18
5. KR 14 9 5 1232:1190 18
6. Þór Þ. 15 9 6 1277:1216 18
7. Fjölnir 15 7 8 1298:1348 14
8. ÍR 15 6 9 1294:1367 12
9. Tindastóll 15 6 9 1274:1351 12
10. Njarðvík 15 6 9 1257:1284 12
11. Haukar 14 2 12 1077:1192 4
12. Valur 15 0 15 1133:1377 0