Milan Stefán Jankovic á UEFA Pro námskeið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, mun á mánudag fara til Sarajevo í Bosníu/Herzegóvínu þar sem hann fer á námskeið til að fá UEFA Pro þjálfaragráðuna. Milan Stefán verður ytra í tvær vikur en hann mun fara nokkrum sinnum á námskeið næstu mánuðina.

 ,,Þetta tekur 18 mánuði. Ég fer þrisvar á þessu ári og tvisvar á næsta ári,” sagði Milan Stefán við Fótbolta.net.

Mikil ásókn er í sæti á námskeiðinu en Milan Stefán komst inn þar sem hann spilaði lengi í fremstu röð í Júgóslavíu á sínum tíma.

Milan Stefán kom til Íslands fyrir 20 árum en hann lék um árabil með Grindvíkingum áður en hann fór að þjálfa hjá félaginu.