Grindavík sækir ÍR heim

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sækir ÍR heim í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er efst í deildinni með 24 stig og er með 6 stiga forskot á Stjörnuna og Keflavík. ÍR er hins vegar í 7. sæti með 12 stig og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og svo gæti farist að þessi tvö lið mætist þar í 8 liða úrslitum.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Seljaskóla og eru Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna.