Grindavík tekur á móti KR í úrvalsdeild karla í körfubolta. Fari Grindavík með sigur af hólmi tryggir liði sér deildarmeistaratitilinn því þá nær liðið 10 stiga forskoti þegar 4 umferðir eru eftir, slíkir eru yfirburðir liðsins í vetur. Grindvíkingar eru því hvattir til að mæta og styðja við bakið á strákunum svo þeir landi titlinum í kvöld.
Þrír Grindvíkingar í yngri landsliðunum í körfubolta
KKÍ hefur tilkynnt landsliðshópa yngri landsliða í körfubolta sem fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð. Þrír Grindvíkingar verða þar í eldlínunni. Íþróttakona Grindavíkur 2011, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, hefur verið valin í U-18 liðið og Hilmar Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson í U-16 lið karla.
9. flokkur bikarmeistari
Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik fóru fram um helgina og voru tveir flokkar í Grindavík í sviðsljósinu Í morgun varð 9. flokkur drengja í Grindavík bikarmeistari en stelpurnar í 10. flokki töpuðu fyrir Keflavík. Úrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í 9. flokki drengja var skemmtilegur. Grindavík stýrði leiknum frá upphafi til enda en Keflavík var þó aldrei langt undan. Sérstök dómnefnd …
Páll Axel afgreiddi Hauka
Það þurfti tvíframlengdan leik og hetjulega frammistöðu frá reynsluboltanum Páli Axel Vilbergssyni til þess að landa sigri gegn botnliði Hauka sem er undir stjórn Grindvíkingsins Péturs Guðmundssonar. Það var mikil spenna í leik Hauka og Grindavíkur í Hafnarfirði, sérstaklega á lokamínútum fjórða leikhluta og í framlengingunum. Svo fór að Grindavík vann ótrúlegan sigur eftir að Haukar fóru afar illa að …
Jafntefli gegn FH
Fyrsti leikur Grindavíkur í Lengjubikar karla í knattspyrnu í ár lyktaði með markalausu jafntefli gegn FH í Reykjaneshöllinni. Óskar Pétursson átti mjög góðan leik í markinu en bæði lið fengu ágæt færi til að tryggja öll 3 stigin. Paul McShane átti m.a. ágætis færi í seinni hálfleik sem Gunnleifur varði. Á síðustu mínútunum sótti FH stíft en vörnin hélt og …
Golfæfingar í Hópinu á sunnudögum
Fjölnota íþróttahúsið Hópið er opið fyrir félaga Golfklúbbs Grindavíkur. Hópið er opið frá 17:30 til 18:30 alla sunnudaga. Tímarnir verða í umsjón Jóns Júlíusar Karlssonar stjórnarmanns.
Grindvíkingar stóðu sig vel á Kyu-móti í júdó
Kyu-mót 2012 í júdó var haldið í ÍR heimilinu laugardaginn 11. febrúar og mættu þrír Grindvíkingar til leiks, þeir Marcin Ostrowski, Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson og unnu þeir allir sína flokka. Marcin fékk gull í -55kg flokki 13-14 ára. Guðjón fékk gull í -66kg flokki 17-19 ára. Sigurpáll fékk gull í -90kg flokki fullorðna (15+). Marcin keppti í tveimur …
Grindavík burstaði botnlið Vals
Grindvíkingar styrktu stöðu sína á toppi Iceland Express deildar karla með 38 stiga sigri á botnliði Valsmanna, 119-81 í Grindavík í gærkvöld. Þetta var áttundi deildarsigur Grindvíkinga í röð. Valsmenn eru enn án stiga. J´Nathan Bullock var stigahæstur hjá Grindavík með 19 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 16 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15 stig. Grindavík var 33-21 yfir eftir …
Æfingar í Hraunkoti á föstudögum
Golfæfingar barna- og unglinga hjá GG verða eftirleiðis á föstudögum frá kl. 18:00-19:00 í Hraunkoti í Hafnarfirði. GG hvetur alla krakka til að mæta. Jóhann K. Hjaltason PGA golfkennari mun sjá um kennsluna. Fyrirhugað er að hafa einnig æfingar einu sinni í viku í Hraunkoti, Hafnarfirði. Upplýsingar um það er að fá hjá Jóhanni.
Mikilvægur sigur Grindavíkurstúlkna
Síðasta fimmtudag léku Grindavíkurstelpurnar við Stjörnuna í B-deild kvenna (1. deild). Þetta var sannkallaður toppslagur því bæði lið voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Þegar liðin mættust í bikarnum á dögunum hafði Stjarnan betur. Stelpurnar okkar byrjuðu vel og sýndu strax að þær ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik. Mikil barátta og leikgleði einkenndi …