Jafntefli gegn FH

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fyrsti leikur Grindavíkur í Lengjubikar karla í knattspyrnu í ár lyktaði með markalausu jafntefli gegn FH í Reykjaneshöllinni. Óskar Pétursson átti mjög góðan leik í markinu en bæði lið fengu ágæt færi til að tryggja öll 3 stigin. 

Paul McShane átti m.a. ágætis færi í seinni hálfleik sem Gunnleifur varði. Á síðustu mínútunum sótti FH stíft en vörnin hélt og því 1 stig komið í hús.

Byjunarlið Grindvíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum.
Óskar, Paul McShane, Alex Freyr, Matthías, Ameobi, Ólafur Örn, Magnús, Óli Baldur, Alexander, Daníel Leó og Loic Ondo.

Næsti leikur er gegn Leikni í Egilshöll næstkomandi föstudag.