Æfingar í Hraunkoti á föstudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfæfingar barna- og unglinga hjá GG verða eftirleiðis á föstudögum frá kl. 18:00-19:00 í Hraunkoti í Hafnarfirði. GG hvetur alla krakka til að mæta. Jóhann K. Hjaltason PGA golfkennari mun sjá um kennsluna. Fyrirhugað er að hafa einnig æfingar einu sinni í viku í Hraunkoti, Hafnarfirði. Upplýsingar um það er að fá hjá Jóhanni.