Verður Grindavík deildarmeistari í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti KR í úrvalsdeild karla í körfubolta. Fari Grindavík með sigur af hólmi tryggir liði sér deildarmeistaratitilinn því þá nær liðið 10 stiga forskoti þegar 4 umferðir eru eftir, slíkir eru yfirburðir liðsins í vetur. Grindvíkingar eru því hvattir til að mæta og styðja við bakið á strákunum svo þeir landi titlinum í kvöld.