Tekst Grindavík að klára Stjörnuna í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Stjarnan mættast í þriðju undanúrslitarimmu sinni í kvöld í Röstinni kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 2-0 og getur því tryggt sér sæti í úrslit með sigri í kvöld. Leikirnir hafa verið jafnir og spennandi fram að þessu og verður rimman í kvöld engin undantekning þar á. Grindavík vann nauman sigur í Garðabæ í síðasta leik þar sem tvö …

Grillað fyrir leikinn í kvöld á Salthúsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að hita upp fyrir stórleikinn gegn Stjörnunni í kvöld með því að mæta í Salthúsið fyrir leik en húsið opnar kl. 17:30. Þar mun stuðningsmannahópur körfuboltans í samstarfi við Láka í Salthúsinu grilla hamborgara sem seldir verða á 700 kr. Einar Hannes og Jón Gauti verða grillmeistarar og byrja þeir að grilla kl. 17:30 …

Grindavík tekið í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tókst ekki að klára undanúrslitaeinvígið við Stjörnuna í kvöld. Stjarnan skein skært og segja má að Grindavík hafi verið niðurlægt á heimavelli því Stjarnan vann með 17 stiga mun, 82-65. Liðin mætast því að nýju í Garðabæ. Í kvöld fór fram þriðji leikur í undanúrslitarimmu Grindavíkur og Stjörnunar í Iceland Express-deild karla. Leikið var í Röstinni, heimavelli Grindvíkinga og …

Frábær þátttaka í Skálamóti 3

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var frábær mæting í þriðja Skálamót GG í dag. 119 kylfingar voru skráðir til leiks. Í upphafi var rigninga og fremur kalt í veðri en þegar leið á daginn léti til og hlýnaði. Völlurinn var í einu orði sagt frábær, flatir eins og þær gerast bestar, hvað þá á þessum árstíma og kylfingar kunnu svo sannarlega að meta aðstæðurnar, …

?Með höfuðið rétt skrúfað á eru okkur allir vegir færir?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Stjörnunni öðru sinni í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 1-0 en þrjá sigurleiki þarf til þess að komast í úrslitaleikina. Sigurbjörn Dagbjartsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeildinni, skrifar pistil um leikinn á heimasíðu UMFG og segir m.a. „Enn og aftur snýst þetta um hvernig við Grindvíkingar mætum til leiks. Með …

Grindavík í kjörstöðu eftir sigur í öðrum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði Stjörnuna að velli með 3ja stiga mun, 71 stigi gegn 68, í æsispennandi leik í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla. Þar með leiðir Grindavík einvígið 2-0 og getur klárað Stjörnuna með því að vinna þriðja leikinn á mánudaginn. Það var hart barist strax í fyrsta leikhluta í viðureign Stjörnunar og Grindavíkur sem fram fór í Ásgarði …

Góð byrjun – Þorleifur í stuði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði Stjörnuna 83-74 í fyrsta undanúrslitaeinvígi liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta. Þetta var hörku leikur tveggja öflugra liða en vinna þarf 3 leiki til þess að komast í úrlitaleikinn. Það var liðsheild og breidd heimamanna sem tryggði þennan sigur, en þeir leiddu nánast allan leikinn. J’Nathan Bullock átti stórleik fyrir Grindavík og Þorleifur Ólafsson átti einnig frábæran leik. Grindavík 83-74 …

Helgi Jónas: Ströggl á æfingum framan af í fríinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur var hæstánægður með sigurinn en telur sitt lið geta bætt sig, sérstaklega sóknarlega. „Ég er sáttur við varnarleikinn og fráköstin en við þurfum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Hvernig þeir brugðust við ýmsum atriðum sem við ætluðum að nýta okkur í kvöld en gekk ekki,” sagði Helgi Jónas. Grindvíkingar fengu níu daga frí frá því liðið …

Vinnum ef við spilum okkar leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þorleifur Ólafsson átti frábæran leik hjá Grindvíkingum gegn Stjörnunni. Hann skoraði 16 stig og nýtti skot sín afar vel. „Við misstum einbeitingu í hvert einasta skipti sem við náðum tíu stiga forystu og þeir komu tilbaka. Stjarnan er með hörkulið og ef við slökum á koma þeir tilbaka eins og þeir gerðu. Í hvert einasta skipti,” sagði Þorleifur hógvær á …

Bogi úr leik – Englendingur til skoðunar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bogi Rafn Einarsson, varnarmaður Grindvíkinga, mun missa að minnsta kosti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla. Þá fær Grindavík enskan leikmenn til reynslu í vikunni. Bogi fór í aðgerð á öxl í vetur og ljóst er að hann verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta sumars að því er fram kemur á fotbolti.net Síðastliðið sumar spilaði Bogi …