Þorleifur Ólafsson átti frábæran leik hjá Grindvíkingum gegn Stjörnunni. Hann skoraði 16 stig og nýtti skot sín afar vel.
„Við misstum einbeitingu í hvert einasta skipti sem við náðum tíu stiga forystu og þeir komu tilbaka. Stjarnan er með hörkulið og ef við slökum á koma þeir tilbaka eins og þeir gerðu. Í hvert einasta skipti,” sagði Þorleifur hógvær á eigin frammistöðu.
Hann hafi kannski skorað næstflest stig í kvöld en það væri ólíklegt að það yrði eins í næsta leik. Breiddin væri það mikil að stigin kæmu úr öllum áttum og dreifðust vel á mannskapinn.
„Við hugsum þetta þannig að ef við spilum okkar leik vinnum við klárlega. Ef við gerum það ekki eru þeir til alls líklegir. Við hugsum um okkur og okkar leik. Ef við spilum okkar leik hef ég fulla trú á að við klárum þetta,” sagði Þorleifur sannfærður um getumun liðanna á eðlilegum degi.
Viðtal: Vísir.