Helgi Jónas: Ströggl á æfingum framan af í fríinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur var hæstánægður með sigurinn en telur sitt lið geta bætt sig, sérstaklega sóknarlega. „Ég er sáttur við varnarleikinn og fráköstin en við þurfum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Hvernig þeir brugðust við ýmsum atriðum sem við ætluðum að nýta okkur í kvöld en gekk ekki,” sagði Helgi Jónas.

Grindvíkingar fengu níu daga frí frá því liðið sló út Njarðvík í 8-liða úrslitum. Helgi segir að erfitt hafi verið að viðhalda markvissum æfingum allan þennan tíma.

„Þetta var svolítið ströggl. Ég tala ekki um þann tíma sem við vissum ekki hver andstæðingurinn yrði. Við reyndum að halda einbeitingu og vinna í okkar málum. Við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum í úrslit,” sagði Helgi Jónas.

Viðtal: Vísir.