Sumaræfingar hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sumaræfingum fyrir krakka í sjöunda flokk og eldri. Kynningarfundur er á dag, þriðjudaginn 5. júní, í íþróttahúsinu klukkan 15:00 og æfing strax á eftir. Það eru Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður og þjálfari yngri flokka Grindavíkur, sem mun stýra æfingunum og Óli Baldur Bjarnason, ÍAK einkaþjálfari, mun sjá um styrktarþjálfunina. Æfingarnar verða í sumar frá klukkan 15:00-17:00 …

Skemmtileg tilþrif á Bacalaomóti knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG hélt Bacalaomót í knattspyrnu á fimmtudeginum fyrir Sjóarann síkáta annað árið í röð. Alls mættu hátt í 150 keppendur til leiks, allt fyrrverandi leikmenn, stjórnarmenn og velunnarar fótboltans í Grindavík.  Keppt var á Grindavíkurvelli þar sem sáust mörg stórskemmtileg tilþrif. Þeir sem ekki gátu spilað tóku þátt í vítaspyrnukeppni þannig að allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir …

Jafntefli á Sjóaranum síkáta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og topplið ÍA skildu jöfn 2-2 í Pepsideild karla fyrir framan 1534 áhorfendur á hátíðarhöldum Sjóarans síkáta. Úrslitin voru nokkuð sanngjörn en engu að síður fékk Grindavík mun opnari færi í leiknum til að hirða stigin þrjú. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun betri aðilinn framan af fyrri hálfleik. Þeir uppskáru svo mark á 34. mínútu …

Kennsla barna og unglinga hjá GG fellur niður á föstudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kennsla barna og unglinga hjá Golfklúbbi Grindavíkur fellur niður föstudaginn 1. júní. Ástæðan er sú að Sjóarinn síkáti hefst á föstudaginn ásamt því að skólaslit grunnskólans eru næsta föstudag. Ný tímasetning verður kynnt strax í næstu viku.

Englendingarnir sendir heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar hafa ákveðið að senda ensku leikmennina Gavin Morrison og Jordan Edridge heim á leið. Þeir hafa ekki staðið undir væntingum. ,,Þeir eru búnir að fá tilkynningu um það að við hofum ekki not fyrir þá. Þeir voru bara ekki nógu sterkir, við erum að leita að stuðning en ekki breidd. Við erum ekki í neinni góðgerðarstarfsemi. Þetta snýst um …

Stelpurnar töpuðu gegn Fram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Fram 6-1 í 2. umferð b-riðils í 1.deild kvenna í gær. Fyrri hálfleikur var ansi slakur en þá skoraði Fram 5 mörk. Í seinni hálfleik voru Grindavíkurstelpur sprækari og tókst að skora undir lok leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir. Eftir erfiðan vetur þar sem afar fáir leikmenn hafa verið á æfingum er Goran Lukic þjálfari að púsla …

Óli Baldur jafnaði í uppbótartíma

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík krækti í stig gegn Selfossi í Pepsideild karla í gærkvöldi en liðin skildu jöfn 3-3. Grindavík lenti undir 3-1 en Óli Baldur Bjarnason jafnaði metin í uppbótartíma. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. …

Grindavík sækir nýliða Selfoss heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir nýliðum Selfoss í kvöld á Selfossvelli í Pepsideild karla kl. 19:15. Grindavík situr í botnsætinu með 1 stig eftir fjórðar umferðir en Selfoss er í sjötta sæti með 6 stig og hefur komið verulega á óvart. Alexander Magnússon snýr aftur í lið Grindavíkur en hann var í í leikbanni í síðasta leik.

Þriðja tapið í röð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir sprækum Stjörnumönnum á Grindavíkurvelli í Pepsideild karla 4-1 þrátt fyrir draumabyrjun því Gavin Morrison skoraði eftir 27 sekúndur. En slakur seinni hálfleikur varð okkar mönnum að falli og Grindavíkur situr því á botninum með eitt stig eftir fjórar umferðir.  Áhorfendur á Grindavíkurvelli voru varla búnir að tylla sér þegar Gavin Morrison var búinn að skora fyrir heimamenn …

Tap í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík í B-riðli 1. deildar kvenna 4-1. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Grindavíkur á 56. mínútu og minnkaði þá muninn í 2-1. Óhætt er að segja að Grindavíkurliðið hafi verið gjörbreytt frá því í fyrra og ljóst að það tekur tíma að púsla saman nýju liði.  Systurnar Þórkatla Sif og Margrét Albertsdætur og Kristín Karlsdóttur eru einar …