Jimmy Mayasi, 25 ára framherji frá Danmörku, er þessa dagana á reynslu með knattspyrnuliði Grindavíkur. Mayasi, sem á ættir að rekja til Kongó, var síðast á mála hjá Tarxien Rainbows á Möltu þar sem hann skoraði fjögur mörk í sextán leikjum. Áður var Mayasi á mála hjá Skive og AC Horsens í danska boltanum. Töluverð meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga. Tomi …
Formlegt opnunarmót GG á laugardaginn
Laugardaginn 28. júlí verður formlegt opnunarmót 18 holu vallarins á Húsatóftavelli í Grindavík. Um leið og stækkunin varð að veruleika, tóku Grindvíkingar í notkun nýjan og glæsilegan golfskála sem getur hýst allt að 100 manns í sæti. Það er því með mikilli gleði að Golfklúbbur Grindavíkur er þar með kominn í flokk með stærri klúbbum landsins með því að geta …
Rástímaskráning á netinu – skylda að skrá sig
Í gær, 24. júlí, tók í gildi rástímaskráning á Húsatóftavelli. Skylda er að skrá sig áður en leikið er á vellinum. Félagsmenn GG hafa nú 3 daga til að skrá sig á rástíma en gestir frá öðrum klúbbum 1 dag til skráningar. Með þessu móti auðveldar það gestum að bóka rástíma og eru þ.a.l. öruggir um að fá tíma áður …
Paul McShane til Aftureldingar
Knattspyrnukappinn Paul McShane, sem gerði starfslokasamning við Grindavík í síðustu viku, samdi í gærkvöld við 2. deildarlið Aftureldingar og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. McShane hefur leikið lengst af sínum ferli með Grindavík síðan hann kom fyrst til landsins árið 1998. Hann hefur einnig spilað með Fram og Keflavík á ferlinum. McShane er 34 ára gamall …
Tap gegn sterku liði FH
Grindavík tapaði fyrir FH 1-0 á Grindavíkurvelli í Pepsideild karla fyrir framan 627 áhorfendur. Eftir tapið situr Grindavík enn í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en FH er í 2. sæti með 23 stig. Leikurinn var frekar rólegur en Scott Ramsey átti besta færi Grindavíkur en skot hans var varið. Grindavík setti pressu á FH í seinni hálfleik án …
Byrja á erfiðum útileikjum
Í dag var dregið í töfluröð í úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta fyrir næstu leiktíð. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki sækja granna sína í Keflavík heim 7. október en nýliðar Grindavíkur í úrvaldsdeild kvenna sækja KR heim 3. október. Töfluröðina í úrvalsdeild karla má sjá hér. Töfluröðina í úrvalsdeild kvenna má sjá hér.
Ólafur Örn í banni gegn Keflavík – Samið við skoskan leikmann
Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði Grindvíkinga verður í banni næsta mánudag þegar þeir sækja Keflvíkinga heim. En nýr leikmaður spilar með Grindavík í þeim leik, Skotinn Ian Williamson, en gengið var frá samningi við hann í dag. Ólafur fékk gula spjaldið eftir að leik Grindavíkur og FH lauk á Grindavíkurvelli í gærkvöld, eftir orðaskipti við Magnús Þórisson dómara. Skoski knattspyrnumaðurinn Ian …
Grindavík tekur á móti FH
Seinni umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hefst í dag hjá Grindavík þegar FH kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15. Alexander Magnússon og Scott Ramsey snúa aftur úr banni frá því í síðasta leik en nokkrir leikmenn glíma enn við meiðsli. Nýr enskur leikmaður sem hefur verið á reynslu hjá Grindavík er ekki kominn með leikheimild. FH er í 3. …
Þrír nýir leikmenn og sigur hjá stelpunum
Þrír nýir leikmenn gengu til liðs við kvennalið Grindavík á föstudaginn. Þeir léku allir með Grindavík sem lagði svo Völsing á Húsavík í gær 2-1 í 1. deildinni. Þórkatla Albertsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal skoruðu mörk Grindavíkurliðsins. Grindavík fékk Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttur lánaða frá Stjörnunni, Íris Eir Ægisdóttir kom aftur til Grindavíkur eftir að hafa verið með Keflavík í …
Bullock eltir Watson til Finnlands
Besti erlendi leikmaður síðasta tímabils í íslensku úrvalsdeildinni og besti maður úrslitakeppninnar, J´Nathan Bullock, er á leið til Finnlands og mun leika þar við hlið Giordan Watson en báðir áttu þeir stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Grindavíkurliðsins síðastliðið vor. Þetta kemur fram á vefmiðlinum karfan.is. Watson hafði einmitt vonast til þess að lífvörðurinn sinn, Bullock, myndi fylgja með og honum …