Grindavík tekur á móti FH

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Seinni umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hefst í dag hjá Grindavík þegar FH kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15. Alexander Magnússon og Scott Ramsey snúa aftur úr banni frá því í síðasta leik en nokkrir leikmenn glíma enn við meiðsli. Nýr enskur leikmaður sem hefur verið á reynslu hjá Grindavík er ekki kominn með leikheimild.

FH er í 3. sæti með 20 stig en á 2 leiki til góða á topplið KR sem hefur 24 stig. Grindavík er í neðsta sæti með 6 stig.