Rástímaskráning á netinu – skylda að skrá sig

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gær, 24. júlí, tók í gildi rástímaskráning á Húsatóftavelli. Skylda er að skrá sig áður en leikið er á vellinum. Félagsmenn GG hafa nú 3 daga til að skrá sig á rástíma en gestir frá öðrum klúbbum 1 dag til skráningar. 

Með þessu móti auðveldar það gestum að bóka rástíma og eru þ.a.l. öruggir um að fá tíma áður en lagt er af stað til Grindavíkur. Mikilvægt er að félagsmenn virði þetta breytta fyrirkomulag og hefji ekki leik án þess að skrá sig á rástíma. Nánari upplýsingar og skráningar hópa er í síma 426-8720 eða á gggolf@gggolf.is