Þrír nýir leikmenn og sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrír nýir leikmenn gengu til liðs við kvennalið Grindavík á föstudaginn. Þeir léku allir með Grindavík sem lagði svo Völsing á Húsavík í gær 2-1 í 1. deildinni. Þórkatla Albertsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal skoruðu mörk Grindavíkurliðsins.

 

Grindavík fékk Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttur lánaða frá Stjörnunni, Íris Eir Ægisdóttir kom aftur til Grindavíkur eftir að hafa verið með Keflavík í sumar og Sara Unwin kom frá Englandi.

Eftir sigurinn er Grindavík enn í 7. sæti B-riðils 1. deildar með 7 stig eftir 8 leiki.