Tap gegn sterku liði FH

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir FH 1-0 á Grindavíkurvelli í Pepsideild karla fyrir framan 627 áhorfendur. Eftir tapið situr Grindavík enn í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en FH er í 2. sæti með 23 stig.

Leikurinn var frekar rólegur en Scott Ramsey átti besta færi Grindavíkur en skot hans var varið. Grindavík setti pressu á FH í seinni hálfleik án þess að skapa sér hættuleg færi en skyndisóknir FH-ingar voru hættulegar og Óskar Pétursson, besti leikmaður vallarins, varði í tvígang meistaralega. Grindavík gerði tilkall til vítaspyrnu þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni fyrirliða undir lokin en dómarinn færði brotið út fyrir teiginn og dæmdi aukaspyrnu.

Viðtal við Ólaf Örn á fótbolta.net má sjá hér.

 

Skoskur leikmaður með samningstilboð

Iain Williamson, skoskur miðjumaður, hefur verið á reynslu hjá Grindavík undanfarna daga en Grindvíkingar reyna að styrkja sig fyrir komandi átök í botnbaráttu Pepsi-deildar.

„Við erum búnir að fá leikmann hingað skoskan miðjumann. Hann hefur æft tvívegis við okkur og við höfum gert honum tilboð,” sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Vísi í kvöld.

Williamson er á mála hjá Raith Rovers í b-deild skoska boltans. Að sögn Jónasar hefur Skotinn 24 ára staðið sig vel á æfingum hjá liðinu.

„Ég reikna með að við göngum frá því á morgun eða hinn. Okkur líst vel á hann,” sagði Jónas í samtali við Vísi.

Williamson hefur aðallega reynslu úr b-deild skoska boltans. Þar hefur hann leikið 95 leiki, mest með Raith Rovers en einnig Dunfermline, og skorað átta mörk. Þá lék hann fjóra leiki með Dunfermline í skosku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-2007.

Mikil meiðsli hafa hrjáð Grindvíkinga undanfarið. Loic Ondo, Pape Faye og Tomi Ameboi glíma til að mynda allir við meiðsli. Þeir tveir síðastnefndu voru reyndar á varamannabekk Grindvíkinga og hituðu upp stóran hluta leiksins en komu ekki inná.

Mynd: Víkurfréttir.