Ægir tekur við af Helga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ægir Viktorsson hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hann tekur við af Helga Bogasyni. Ægir er jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar hefur hann þjálfað mörg undanfarin ár. Grindavík varð hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í sumar. Liðið hefur þegar hafið æfingar undir stjórn Ægis. 

Nágrannaslagur aftur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í kvöld mætast lið Keflvíkinga og Grindvíkinga í Domino´s deild karla í körfubolta í TM-Höllinni í Keflavík. Liðin áttust einnig við í bikarnum á mánudag þar sem Grindvíkingar höfðu sigur á heimavelli Keflvíkinga í baráttuleik, 68-72. Sem stendur eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar en Grindvíkingar í því þriðja, en tvö stig skilja liðin að. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 

Pálína úr leik næstu vikurnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Pálína María Gunnlaugsdóttir leikmaður Grindavíkurliðsins verður frá vegna meiðsla næstu 8 til12 vikurnar. Pálína er með rofið liðband. Þetta er mikið áfall fyrir Grindavíkurliðið. „Rofið liðband varð niðurstaðan, hún er ekki úr leik þetta tímabilið og gæti verið klár í kringum mánaðarmótin janúar-febrúar,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindavíkur við karfan.is. Grindvíkingar eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar og …

Grindavíkurliðin fengu hörku heimaleiki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurliðin fengu hörku andstæðinga þegr dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í dag en bæði lið fengu heimaleiki. Kvennalið Grindavíkur tekur á móti KR og karlaliðið tekur á móti Njarðvík. Leikið verður 18.-20. janúar. 

Glæsilegur bikarsigur á Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvík tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ með glæsilegum fjögurra stiga sigri á Keflvík 72-68. Góður endasprettur Grindvíkinga gerði út um leikinn. Leikurinn var gríðarlega spennandi allan tímann en sigur Grindvíkinga var sanngjarn.  „Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld. Við vorum ekki að spila neinn glimrandi körfubolta, það var fullt af töpuðum boltum og við vorum …

Stelpurnar áfram í bikarnum en ÍG úr leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Mikið hefur verið um að vera í körfuboltanum síðustu daga. Grindavíkurstelpur eru komnar áfram í bikarnum, ÍG er hins vegar úr leik og karlalið Grindavíkur lagði Stjörnuna.  Grindavíkurstelpur lögðu Stjörnuna að velli 83-60 og tryggðu sér þar með sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur en engu að síður höfðu Grindavíkurstúlkur mikla yfirburði. Lauren Oosdyke skoraði …

Bikarnágrannaslagur Keflavíkur og Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður risaslagur í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar nágrannarnir Keflavík og Grindavík mætast í Reykjanesbæ kl. 19:15. Búast má við hörku leik enda liðin í 2. og 3. sæti í deildinni. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Reykjanesbæ í kvöld og hvetja okkar menn til dáða.

Tap gegn Hamri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hamar var of stóru biti fyrir Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur og var augljóst að hennar var sárt saknað. Fyrri hálfleikur var í járnum og staðan í hálfleik 36-38, Hamarsstelpur í vil. En í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og tryggðu sér 16 stiga sigur, 57-73. Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, …

ÍG mætir með leynivopn gegn Keflavíkurhraðlestinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

ÍG mætir B-liði Keflavíkur í bikarkeppni KKÍ í Röstinni föstudaginn 29. nóvember kl. 19:15. Liðin mættust einnig í bikarnum í fyrra í sláturhúsinu í Keflavík þar sem gamla hraðlestin hafði betur gegn sjóurunum úr Grindavík. „Við ÍG-menn munu ekki láta það gerast aftur og erum ekkert hræddir þótt þeir hafi leitað til Damons nokkurs Johnsonar, við höfum fundið ráðdýrt leynivopn …

Nágrannaslagur í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður hörku leikur í Röstinni í kvöld þegar nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast  kl. 19:15 í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti með 10 stig. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins hefur komið sterkur inn og verður gaman að sjá hann gegn þessu sterka Njarðvíkurliði.