Bikarnágrannaslagur Keflavíkur og Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður risaslagur í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar nágrannarnir Keflavík og Grindavík mætast í Reykjanesbæ kl. 19:15. Búast má við hörku leik enda liðin í 2. og 3. sæti í deildinni.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Reykjanesbæ í kvöld og hvetja okkar menn til dáða.