Ægir tekur við af Helga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ægir Viktorsson hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hann tekur við af Helga Bogasyni. Ægir er jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar hefur hann þjálfað mörg undanfarin ár.

Grindavík varð hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í sumar. Liðið hefur þegar hafið æfingar undir stjórn Ægis.