Í dag gert kunngjört hverjir urðu fyrir valinu sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun fyrir unga iðkenndur og verðlaunahafar fengu viðurkenningar. Sigurvegarar voru þau Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson Björn Lúkas er alveg einstaklega hæfileikaríkur íþróttamaður. Björn Lúkas er að skara fram úr í þremur íþróttum samtímis þ.e. taekwondo, judo og brasilísku jiu jitsu þar sem hann keppir bæði í …
Hvatningarverðlaun 2012
Á hátíðardagskrá vegna kjörs á íþróttamanni og konur Grindavíkur voru veitt hvatningarverðlaun til yngri iðkennda og verðlaunahafar ársins fengu einnig viðurkenningu. Körfuknattleikur Julia Sicat.Júlía hefur næstum alla eiginleika sem fyrirmyndar íþróttamaður þarf að búa yfir. Hún er mjögsamviskusöm og dugleg í sínum æfingum og mætir alltaf á allar æfingar,bæði liðsæfingar og þæraukaæfingar sem í boði eru. Júlía var lykilmaður í …
Jóhannes Haraldsson heiðraður
Jóhannes Haraldsson (Jói júdó) var heiðraður á hátíðarsamkomunni í dag fyrir störf sín í júdó og íþróttastarfs almennt. Hér fyrir neðan er texti Bjarna Svavarssonar, formanns UMFG: „Snemma á þessu ári var samþykkt í aðalstjórn að gera einn eldri ungmennafélaga að heiðursfélaga Ungmennafélags Grindavíkur. Hann átti stórafmæli í sumar og stakk af þannig að við gátum ekki heiðrað hann á …
Kjör á íþróttamanni og konu Grindavíkur
Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Hópsskóla og hefst kl. 13:00. Eftirtaldir einstaklingar eru í kjöri. Nöfnin birtast í stafrófsröð. Íþróttamaður Grindavíkur:– Björn Lúkas Haraldsson, tilnefndur af Taekwondódeild UMFG– Helgi Már Helgason, tilnefndur af ÍG– Jóhann Árni Ólafsson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG– Kristinn Sörensen, tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur– Marko …
Njarðvíkingurinn Daníel Guðni til liðs við Grindavík
Daníel Guðni Guðmundsson semur til enda tímabilsins 2013-2014 Njarðvíkingurinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur skrifað undir samning hjá Grindavík til eins og hálfs árs. Samningurinn rennur út í lok tímabilsins 2013-2014. En Daníel fór út til Lund í Svíþjóð til þess að stunda mastersnám í íþróttafræðum. Skólagangan þar er þó ekki á enda en hann á eftir að skrifa lokaritgerð. Ætlar …
Jólafrí hjá hópum 2007-2009 í Fimleikum
Jólafrí hjá hópum 2007,2008 og 2009 í Fimleikum. Síðustu æfingar fyrir jól hjá hópum 2007 og 2008 verður föstudaginn 14. desember og hjá hóp 2009 15. desember. Þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Kær kveðja, Sigrún og stjórn fimleikad.
Vesti fyrir fjáraflanir á vegum UMFG
Stjórn UMFG lét nýverið gera vesti fyrir alla þá sem eru að ganga í hús í Grindavík að selja eða biðja um styrki vegna fjáraflanna á vegum Ungmennafélags Grindavíkur. Vestin sjást vel í skammdeginu og eiga einnig að gefa til kynna á hvaða vegum börn og unglingar eru. Vestin verða geymd í húsi UMFG sem er við Grunnskólann í Grindavík …
Æfingagjöld UMFG 2012
Útskýringar vegna æfingagjalda UMFG 2012 Æfingagjöld UMFG eru 20.000.- kr á ári fyrir börn fædd 1996-2006 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Greiðslunum hefur verið skipt í tvo gjalddaga og er sent á kennitölur foreldra/forráðamanna. Hægt er að greiða inn á kröfuna með því að opna hana í heimabanka og breyta upphæðinni og greiða þá inn …
Æfingatafla sunddeildar
Æfingatafla sunddeildar er komin út og hefjast æfingar samkvæmt henni þriðjudaginn 11. september hjá öllum nema Hákörlum sem eru búnir að vera að æfa síðan í byrjun ágúst. æfingataflan er á hlekk hérna á síðunni til hægri Einnig er hægt að sækja hérna eintak til að prenta út.
Taekwondo æfingar byrja fimmtudaginn 6 sept.
Taekwondo æfingar hefjast aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 6. september. Æfingar eru í litla sal í íþróttahúsinu og verða á eftirfarandi tímum: ATH. breytta æfingatíma mánudaga og fimmtudaga Tími 15:00-15:50 1.-2. bekkur 15:50-16:40 3.-7. bekkur 15:50-17:00 8.-10. bekkur ATH. æfingar hafa fluttst yfir á mánudaga og eru því ekki þriðjudögum eins og áður. Fimmtudagsæfingarnar eru á sínum …