Þorrablótið eftir 6 daga

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Nú stendur sem hæst miðasala á risa þorrablótið í íþróttahúsinuþann 16. febrúar nk. á vegum knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar og Kvenfélags Grindavíkur.

Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi og þá verða heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Grindvíkinga. Fyrr um daginn leikur Grindavík til úrslita við Stjörnuna í bikarkeppni karla í körfubolta þannig að þetta verður eftirminnilegur dagur.

Við hvetjum Grindvíkinga til að sýna samstöðu og taka með sér vini, ættingja og brottflutta Grindvíkinga.
Tökum höndum saman og skemmtum okkur öll saman á flottu þorrablóti í anda Grindvíkinga.

• Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi.
• Heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Grindvíkinga.
• Veislustjóri Jón Gauti Dagbjartsson.
• Húsið opnar kl 19:00.
• Borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.

Miðaverð 6.500 kr. fyrir glæsilegt þorrahlaðborð, skemmtiatriði á heimsmælikvarða og dansleik.
Miðaverð 2.000 kr. fyrir dansleik.

MIÐASALA Í: GULA HÚSINU HJÁ EIRÍKI, SÍMI 863 2040.
OLÍS HJÁ JÓNI GAUTA, SÍMI 840 1719

Knattspyrnudeild UMFG • Körfuknattleiksdeild UMFG • Kvenfélag Grindavíkur