Vesti fyrir fjáraflanir á vegum UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Stjórn UMFG lét nýverið gera vesti fyrir alla þá sem eru að ganga í hús í Grindavík að selja eða biðja um styrki vegna fjáraflanna á vegum Ungmennafélags Grindavíkur. 

Vestin sjást vel í skammdeginu og eiga einnig að gefa til kynna á hvaða vegum börn og unglingar eru. 

Vestin verða geymd í húsi UMFG sem er við Grunnskólann í Grindavík (útistofa ) og mun Hadda G hafa umsjón með afhendingu þeirra. opið er á skrifstofunni á mánudögum og fimmtudögum frá kl 14-18 og einnig hægt að hafa samband í síma 775-9568.