Jóhannes Haraldsson heiðraður

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

 Jóhannes Haraldsson (Jói júdó) var heiðraður á hátíðarsamkomunni í dag fyrir störf sín í júdó og íþróttastarfs almennt.

Hér fyrir neðan er texti Bjarna Svavarssonar, formanns UMFG:

“Snemma á þessu ári var samþykkt í aðalstjórn að gera einn  eldri ungmennafélaga að heiðursfélaga Ungmennafélags Grindavíkur.

Hann átti stórafmæli í sumar og stakk af þannig að við gátum ekki heiðrað hann á afmælinu. Þess vegna var það  ákveðið að heiðra hann hérna á þessari samkomu.

Sumir segja að hann hafi þjálfað judó í 100 ár og keppti í þeirri grein í 50 ár á undan

Jóhannes eða “Jói Júdó” kom til Grindavíkur árið 1971 og byrjaði strax að þjálfa judó hérna í Grindavík þannig að nú hefur judodeildin starfað í 41 ár og alltaf undir forystu Jóa. Sem verður að teljast langur tími.

Fyrst æfðu menn judo í Festi og síðar í gamla íþróttahúsinu sem var við Grunnskóla Grindavíkur og er nú búið að rífa, aðstaðan sem hann hefur núna er í anddyri íþróttahússins sem varla telst viðunandi enda stendur til að bæta verulega þar úr á næstunni

Fyrstu dýnurnar sem komu til Grindavíkur borgaði Jói úr eigin vasa sem síðar var dregið af gjöldum til bæjarins, en hann hafði fengið loforð um styrk til kaupanna en þegar til átti að taka var ekki til peningur til að leysa dýnurnar út þannig að hann greiddi þær bara sjálfur. 

Jói Judó byrjaði að keppa í judo þegar hann var ungur í reykjavík, og keppti fyrst fyrir glímufélagið ármann þangað til hann flutti til grindavíkur, og keppti hann fyrst fyrir Grindavík 1972 og varð þá íslandsmeistari þá, síðan hefur judodeild UMFG átt íslandsmeistara í einhverjum flokki á hverju ári eftir það.

Hann hefur margsagt það að hanns aðalmarkmið er að halda áfengi og tóbaki frá unglingunum sem æfa hjá honum.”