Lokahóf Körfuknattleiksdeildar fer fram 19. maí

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kæra stuðningsfólk Föstudaginn 19. maí ætlum við hjá KKD. UMFG að halda lokahóf og gera upp nýliðið tímabil með stæl. Þetta verður haldið í Gjánni og mun húsið opna klukkan 19:30. Matur verður á staðnum fyrir svanga frá Soho, Siggeir F. Ævarsson mun stýra hófinu af sinni alkunnu snilld og svo verða auðvitað skemmtiatriði með í bland. Salurinn verður svo …

Daniel Mortensen semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur gert samning við danska leikmanninn Daniel Mortensen um að leika með félaginu á næstu leiktíð í Subway-deild karla. Daniel ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur en hann hefur leikið hér á landi síðustu tvö tímabil, fyrst með Þór og nú síðast með Haukum. Það er ljóst að Daniel er mikill liðsstyrkur fyrir Grindavík en hann var …

DeAndre Kane semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur gert samning við bandaríska leikmanninn DeAndre Kane um að leika með félaginu á næstu leiktíð í Subwaydeild karla. Kane er með ungverskt vegabréf og mun því leika sem Evrópumaður með Grindavík á komandi tímabili. DeAndre Kane er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann er 33 ára gamall og 196 cm á hæð. DeAndre …

Jóhann Ólafssynir áfram með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Jóhann Þór Ólafsson sem verður áfram þjálfari Grindavíkur á næsta tímabili í Subway-deild karla. Jafnframt verður Jóhann Árni Ólafsson áfram honum til aðstoðar. Saman náðu þeir ágætum árangri með Grindavíkurliðið á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í 7. sæti deildarinnar og féll út í 8-liða úrslitum gegn Njarðvík. „Það var einhugur í stjórn deildarinnar …

Landsliðskona Jamaíka til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fékk öflugan liðsstyrk núna um helgina þegar Dominique Bond-Flasza gekk til liðs við félagið. Dominiqe er varnarmaður og kemur til liðs við félagið frá finnska félaginu Aland. Hún lék með liði Tindastóls í Bestu deildinni tímabilið 2021. Dominique er landsliðskona hjá Jamaíka sem er einnig með pólskt vegabréf. Hún er nú þegar komin með leikheimild og verður í byrjunarliði …

Jasmine Colbert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

 Grindavík hefur samið við framherjann Jasmine Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. En fyrir í liðinu er tvíburasystir hennar Jada. Jasmine kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021. „Ég er mjög sáttur með að hafa getað fengið Jasmine til okkar. Hún mun klárlega …

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Á fundinum var farið yfir síðasta starfsár deildarinnar og ársreikning. Rekstur deildarinnar á árinu 2022 gekk að mestu leyti vel og skilaði deildin örlitlu tapi á rekstrarárinu. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður á fundinum en hann hefur verið starfandi formaður sl. ár. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG 2023/2024: Ingibergur Þór Jónasson, formaður …

Edi Horvat til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við framherjann Edi Horvat um að leika með félaginu í Lengjudeild karla í sumar. Edi kemur frá Króatíu og er 25 ára gamall. Hann hefur leikið með NK Krka í Slóveníu síðustu mánuði en var þar áður á mála hjá Legion FC í USLC deildinni í Bandaríkjunum. Edi var á reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Hann …

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar fer fram 25. apríl

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi í samkomusal félagsins, Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við Ingiberg Þór Jónasson með tölvupósti á kkdumfg@gmail.com Hvetjum alla til að …

Danielle Rodriguez framlengir við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnir með stolti að Danielle Rodriguez hefur gert nýjan samning við félagið og mun leika með Grindavík á komandi keppnistímabili í Subwaydeild kvenna. Danielle mun jafnframt halda áfram í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins þar sem hún hefur staðið sig frábærlega. Danielle verður þrítug í lok árs og var með 20 stig að meðaltali í leik á síðasta …