„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í gær um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin. Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni. …
Tap gegn ÍA í æfingaleik
ÍA mætti Grindavík í æfingaleik í gær og komust Skagastúlkur í fjögurra marka forystu fyrir leikhlé. Grindavík sló frá sér í síðari hálfleik og minnkaði muninn niður í tvö mörk þökk sé flottum mörkum frá Birgittu Hallgrímsdóttur og Unu Rós Unnarsdóttur. Meira var ekki skorað og lokatölur 4-2. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. ÍA 4 – 2 …
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni miðvikudaginn 3. júní kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára til elstu yngri flokkana. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi. Einnig verður Grindvíkingur ársins valin venju …
Hreyfivika UMFÍ
UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ …
Skráning á leikjanámskeið UMFG 2020
Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2011, 2012 og 2013 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …
Maciej framlengir samning sinn við Grindavík
Markvörðurinn Maciej Majewski hefur framlengt samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Maciej eða Maja eins og hann er jafnan kallaður suður með sjó, hefur verið hjá Grindavík síðan 2015. Maja mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá Grindavík en hann hefur gert samning um markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins og yngri flokka. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Grindavík að hafa tryggt sér þjónustu …
Bjarni endurkjörinn formaður UMFG
Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í gærkvöldi í Gjánni, samkomusal UMFG. Dagskrá fundarins var hefðbundin og var kosið til stjórnar. Bjarni Már Svavarsson var endurkjörinn formaður UMFG til næsta starfsárs. Fjórir meðstjórnendur voru einnig kjörnir en það eru þau Guðmundur Bragason, Kjartan Adólfsson, Klara Bjarnadóttir og Rúnar Sigurjónsson. Í varstjórn voru kosin þau Ámundínus Örn Öfjörð Gylfason, Tracy Vita Horne …
Baldur Olsen semur við Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við markvörðinn Baldur Olsen sem kemur frá Víkingi í Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokk Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð. Baldur kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna. Baldur er nýlega fluttur …
Oddur Ingi kemur á láni frá KR
Grindavík hefur fengið Odd Inga Bjarnason að láni frá KR fyrir tímabilið í 1. deild karla. Oddur Ingi leikur á hægri vængnum og býr yfir miklum hraða. Hann er tvítugur að aldri og hefur nýlega framlengt samning sinn við KR. Hann lék með KV í fyrra sem spilaði í 3. deild og skoraði hann 7 mörk með þeim í 15 …
Kristinn Pálsson til Grindavíkur
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Kristinn Pálsson sem mun leika með Grindavík næstu tvö keppnistímabil í Dominos-deild karla. Kristinn kemur frá uppeldisfélagi sínu í Njarðvík þar sem hann hefur leikið sl. tvö tímabil eftir að hafa komið heim úr bandaríska háskólakörfuboltanum. Áður var Kristinn á mála hjá ítalska félaginu Stella Azzura. Kristinn var með 9,8 stig að meðaltali með …