Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG ​

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni miðvikudaginn 3. júní kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára til elstu yngri flokkana.

Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi.  Einnig verður Grindvíkingur ársins valin venju samkvæmt.

Boðið verður uppá ís að lokinni verðlaunaafhendingu. Hámarksfjöldi fullorðina i hverju rými er 200 og því mælum við með að ekki fleirri en tveir fullorðnir fylgi hverjum iðkanda.

Sumaræfingar hefjast svo mánudaginn 1. júní.

Verðandi 7. og 8. bekkur æfir saman og 9. bekkur og eldri saman. Dagur Kár Jónsson verður þjálfari yngri hópsins og Ingvi Guðmundsson þjálfar eldri hópinn. Æfingar eru á mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast 16:15.

Körfuboltaskólar verða svo fyrir yngri iðkendur í sumar.