Jafntefli í æfingaleik gegn Fjölni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík og Fjölnir mættust á Grindavíkurvelli í æfingaleik í dag. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Grindavík og náðu gulir 3-1 forystu í leiknum.

Grindavík lék skemmtilega hápressu framan af leik sem gekk vel upp. Eftir um 60 mínútur gerðu bæði lið miklar breytingar á sínum liðum og jafnaðist þá leikurinn.

Mörk Grindavíkur gerðu þeir Elias Tamburini, Aron Jóhannsson og Oddur Ingi Bjarnason. Mörk Fjölnis gerðu þeir Jón Gísli Ström, Sigurpáll Melberg Pálsson, og Arnór Breki Ásþórsson.

Síðasti æfingaleikur fyrir Íslandsmót verður gegn Víkingi Ó. um næstu helgi en Grindavík fer í lauflétta æfingaferð til Ólafsvíkur um næstu helgi.