Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður …
Góður sigur fyrir austan – Stórleikur á fimmtudaginn
Grindavíkurpiltar gerðu góða ferð austur á land um helgina þegar þeir lögðu Leikni á Fáskrúðsfirði 4-1 í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Leikið var í knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir að Gunnar Þorsteinsson braut ísinn með skallamarki á 23. mínútu tóku okkar menn yfirhöndina á vellinum. William Daniels bætti við öðru marki Grindavíkur skömmu …
Jafntefli á síðustu stundu
Grindavík mátti að endingu þakka fyrir að ná einu stigi gegn Huginn þegar liðin mættust í 1. deild karla á Grindavíkurvelli seint í gærkvöldi. Grindavík jafnaði nánast með síðustu snertingu leiksins 2-2 eftir að hafa lent marki undir og síðan sótt án afláts. Björn Berg Bryde kom Grindavík yfir og fékk síðan nokkur dauðafæri til að ná tveggja marka …
Grindavík tekur á móti Huginn kl. 20:30
Grindavík tekur á móti Huginn á Grindavíkurvelli í 1. deild karla í kvöld kl. 20:30 (athugið breyttan tíma). Sem fyrr er mikið í húfi í harðri toppbaráttu 1. deildar. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn í kvöld. Grindavíkurpeyjar hafa leikið af miklum móð upp á síðkastið og verður gaman að sjá þá spreyta sig gegn sprækum austanpiltum …
Grindavík vann uppgjör toppliðanna
Grindavíkurstelpur lögðu Hauka 3-0 í uppgjöri toppliðanna í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sigur þeirra var afar sannfærandi og ljóst að liðið mun gera harða atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. Rúmlega 300 áhorfendur mættu á leikinn sem er glæsilegt. Það tók Grindavík 41 mínútu að brjóta ísinn. Varnarjaxlinn Linda Eshun skoraði eftir klafs í vítateignum. Strax í …
Jón Axel í úrvalsliði mótsins
Karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið á stall með þeim bestu í Evrópu og tryggði sig upp í A-deild Evrópumótsins með frábærum árangri í b-deildinni sem lauk í Grikklandi í gærkvöld. Ísland hlaut silfrið eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik fyrir Svartfjallalandi, 78-76. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stóð sig frábærlega á mótinu og var valinn …
Toppslagur hjá stelpunum í kvöld
TOPPSLAGUR er hjá meistaraflokksstelpunum í kvöld mánudag klukkan 20:00 á Grindavíkurvelli þegar Haukar mæta á svæðið. Þessi tvö lið eru að berjast um toppsætið í riðlinum og munar aðeins einu stigi á þeim. Stelpurnar fundu vel fyrir góðum stuðningi á síðasta heimaleik og bjóða alla velkomna aftur á völlinn. Ókeypis aðgangur. ÁFRAM GRINDAVÍK!
Sigri fagnað á Ásvöllum
Grindavíkurpiltar sýndu sparihliðarnar á erfiðum útivelli á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hauka að velli 4-0. Grindavík er því enn í 2. sæti og framundan er æsispennandi barátta þar sem hart verður barist um tvö efstu sætin sem gefa sæti í Pepsideildinni. Grindavík fékk óskabyrjun því Alexander Veigar Þórarinsson skoraði strax á 3. mín. eftir fyrirgjöf Williams Daniels.Juan Manuel …
361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn
Grindavíkurstelpur lögðu granna sína í Keflavík 2-1 í hörku leik í B-riðli 1. deildarinnar á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Alls varð 361 áhorfandi vitni að sigrinum sem er aldeilis glæsileg mæting. Sérstakir gestir á leiknum voru leikmenn 5., 6. og 7. flokks stúlkna. Keflavík byrjaði betur og komst yfir á 20. mínútu. Grindavík tók svo yfir leikinn og tókst að jafna …
Grindavíkurstrákar á erfiðum útivelli í kvöld
Seinni umferð Inkassodeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Grindavík sækir Hauka heim á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Mikið er í húfi, hver leikur er nánast úrslitaleikur í harðri toppbaráttu. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig en síðan koma þrjú lið sem narta í hælana. Haukar eru í 9. sæti með 11 stig en …