Grindavíkurstrákar á erfiðum útivelli í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Seinni umferð Inkassodeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Grindavík sækir Hauka heim á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Mikið er í húfi, hver leikur er nánast úrslitaleikur í harðri toppbaráttu. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig en síðan koma þrjú lið sem narta í hælana. Haukar eru í 9. sæti með 11 stig en liðið er feikisterkt á  heimavelli þar sem það hefur m.a. annað unnið topplið KA. Talsverð meiðsli hrjá Grindavíkurliðið, Magnús Björgvinsson og Marko Valdimar Stefánsson eru meiddir og verða ekki með og nokkrir aðrir eru tæpir. En breiddin er góð í Grindavíkurliðinu og því reynir á gæði hópsins í kvöld. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Ásvelli í kvöld.