Æfingagjöld

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Æfingagjöld hafa ekki skilað sér nógu vel til UMFG Eins og allir ættu að vita, þá voru tekin upp æfingagjöld hjá UMFG um síðustu áramót. Æfingagjöldin eru þau lægstu sem nokkurt bæjarfélag getur státað sig af eða 20.000.- kr á ári, alveg sama hvort æfð er ein eða fleiri íþróttir. Deildir félagsins reiða sig á þessar greiðslur til að geta …

7 gull, 8 silfur og 3 brons á Þórðarmóti

Ungmennafélag GrindavíkurSund

 Krakkarnir í sunddeild UMFG unnu til fjölda verðlauna á þórðarmóti sunddeildar Selfoss Vel gekk hjá yngstu krökkunum sem sum voru á sinu fyrsta sundmóti og aðdáun vakti hvað þau voru dugleg og prúð. Elstu krakkarnir í sundeild UMFG aðstoðuðu þjálfarann með þau yngstu á mótinu og kann Magnús Már þeim bestu þakkir fyrir. Eldri krakkarnir stóðu sig með príði og …

Grindavík eitt liða á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík trónir eitt liða á toppnum í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir öruggan 20 stiga sigur á Tindastóli 85-65. Það er ljóst að nú stefnir í afar spennandi körfuboltavertíð hjá strákunum sem munu gera harða atlögu að þeim titlum sem eru í boði. Grindvíkingar lögðu grunninn að góðum sigri sínum strax í fyrsta leikhluta þar sem liðið hafði betur 29-13. Þrátt fyrir …

Ekki mikil spurning um einmanaleikann á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavíkingar átti ekki í miklum vandræðum með að tylla sér einir á topp Iceland Express deildar karla, eftir 85-65 sigur á Tindastólmönnum sem enn eru án sigurs í deildinni. Fróðir menn sögðu mér að mikill munur hafi verið á leik Tindastólsmanna frá því sem verið hefur og ljóst að Bárður hefur nýtt reynsluna og kunnáttuna sem hann öðlaðist á Hrafni …

Grindavík og ÍG í sviðsljósinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Tindastóli í kvöld í Röstinni í Grindavík kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík trónir á toppi deildarinnar. Hitt Grindavíkurliðið, ÍG (sjá mynd) sem tryggði sér sæti í 1. deild síðasta vor, tekur á móti Ármanni í Röstinni á laugardaginn kl. 16:30. ÍG hefur unnið einn leik og tapað einum. Mynd: Hreinn Sverrisson.

Einir á toppinn??

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Eftir leiki gærkvöldsins er ljóst að Grindavík getur tyllt sér eitt á topp Iceland Express deildar karla, þegar Tindastóll kemur í heimsókn í kvöld. KR vann Stjörnuna og þar með erum við eina taplausa liðið í deildinni en við eigum eftir að leika leikinn í 4. umferð en hann er einmitt í kvöld kl. 19:15 í Röstinni á móti Tindastóli …

Breiddin er mikil

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik. …

Frábært afrek

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrír Íslendingar tóku þátt í 100 mílna (160 km) utanvegahlaupinu Ultima Frontera 160 sem fram fór á Spáni um helgina. Þetta voru Grindvíkingarnir Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og svo þjálfari þeirra Daníel Smári Guðmundsson.  Christine lauk keppni á 23 klst. og 28 mínútum og varð í 3. sæti í kvennaflokki sem er aldeilis glæsilegur árangur. Anna Sigríður þurfti …

Grindavík áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík komst örugglega áfram í bikarnum í körfubolta karla í gærkvöldi. Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði, 75-100. Grindvíkingar náðu mest 34 stiga forskoti í leiknum.   Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Giordan Watson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Næstir á blað voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig hvor.  

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG fyrir árið 2011 verður haldinn í Gula húsinu þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 20:00.    Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Allir velkomnir.