7 gull, 8 silfur og 3 brons á Þórðarmóti

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

 Krakkarnir í sunddeild UMFG unnu til fjölda verðlauna á þórðarmóti sunddeildar Selfoss

Vel gekk hjá yngstu krökkunum sem sum voru á sinu fyrsta sundmóti og aðdáun vakti hvað þau voru dugleg og prúð.

Elstu krakkarnir í sundeild UMFG aðstoðuðu þjálfarann með þau yngstu á mótinu og kann Magnús Már þeim bestu þakkir fyrir.

Eldri krakkarnir stóðu sig með príði og voru þau oft á palli og náðu í 7 gull, 8 silfur og 3 brons.

Að lokum má þess geta að krakkarnir í sunddeild UMFG voru öll til fyrirmyndar á mótinu.