Leikir hjá körfuknattleiksdeildinni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þessi misseri taka krakkar í körfubolta þátt í hinum ýmsu mótum um helgar.   KKÍ heldur utan um leikjadagskrána og er nú hægt að sjá dagskránna hjá yngri flokkum (og meistaraflokkum) með því að smella á Karfa í valmyndinni hér fyrir ofan. Um næstu helgi eru t.d. 10 flokkur stúlkna að keppa í Njarðvík, 9. flokkur drengja í Rimaskóla og …

Ólafur skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ólafur Örn Bjarnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeildina. Fyrsta verkefni Guðjóns Þórðarsonar var að tryggja áframhaldandi veru Ólafs hjá Grindavík og er ánægjulegt að það tókst.  Ólafur er eins og allir vita einn af beti varnarmönnum landsins með 27 landsleiki að baki og þar af nokkra undir stjórn Guðjóns.   Með Grindavík hefur Ólafur spilað 165 leiki …

Björn Lúkas Íslandsmeistari í Jiu Jitsu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið síðasta laugardag en þetta er annað árið í röð sem ungmennamótið er haldið. Alls mættu yfir fimmtíu keppendur til leiks úr Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ og fjöldi fallegra glíma sást á mótinu. Ekki er keppt í þessari íþrótt í Grindavík en Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson æfir og keppir með Sleipni í Reykjanesbæ. …

Grindavík skellti KFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ öðru sinni í riðlakeppni Lengjubikars karla í körfbolta með 16 stiga mun, 103-87. Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 28 stig gegn 10 stigum Vestfirðingar sem eru efstir í 1. deild en Grindavík er sem kunnugt er efst í úrvalsdeild. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Giordon Watson skoruðu 19 stig hvor fyrir …

Þrír sigrar hjá körlunum um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nóg var um að vera hjá karlaliðum Grindavíkur í körfubolta um helgina. Á föstudeginum tóku Grindavík á móti Haukum í Iceland Express deildinni. Í fyrsta leikhluta var jafn á liðunum en þegar annar leikhluti var hálfnaður tóku okkar menn öll völd á leiknum og tryggðu sér öruggan 98-74 sigur.  Grindavík er því eitt á toppi deildarinnar með sigur í fyrstu …

Grindavík og ÍG á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Haukum og er liðið enn með fullt hús stiga. Þá gerði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sér lítið fyrir og skoraði 35 stig fyrir ÍG sem lagði Breiðablik í hörku leik í 1. deildinni. Grindavík átti ekki í nokkrum vandræðum með þjálfaralausa Hauka 98-74. Staðan í hálfleik …

Grindavík – KFÍ í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti KFÍ í kvöld klukkan 19:15 í Lengjubikar karla. Liðin eru í B-riðli og eru tvö efstu liðin í riðlinum.  Grindavík hefur unnið alla sína leiki og eru því tryggir áfram en KFÍ hefur bara spilað tvo, sigur í einum og tap gegn Grindavík í hinum.

Gott fólk óskast í unglingaráð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Unglingaráð knattspyrnudeildar UMFG auglýsir eftir áhugasömu fólki til starfa til að stýra starfi yngri flokkanna í Grindavík og aðstoða við ýmis verkefni. Nánari upplýsingar veitir Gauja, netfang gauja@grindavik.is, eða í síma 893 4272.

Unglingaráð knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Unglingaráð knattspyrnudeildarinnar auglýsir eftir áhugasömu fólki til starfa. Nánari upplýsingar veitir:Gauja netfang gauja@grindavik.iss.8934272 

Þriggja ára samningur við Guðjón

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Guðjón Þórðarson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari Grindavíkurliðsins í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Hann tekur við af Ólafi Erni Bjarnasyni sem hugsanlega mun spila áfram með liðinu. Milan Stefán Jankovic verður aðstoðarþjálfari Guðjóns. Mynd: Vikari.is