Flestir körfuboltaunnendur þekkja þann netta pirring sem hellist yfir það við langa leit að bílastæði við DHL-Höllina. En þegar hann er horfinn, þá er DHL-Höllin einn skemmtilegasti staður til að njóta góðs körfubolta. Þetta verður hlutskipti okkar Grindvíkinga á morgun þegar við höldum í Frostaskjólið. Strákarnir hafa farið vel af stað og ekki tapað ennþá, þó endrum og eins hafi tapið verið handanvið …
Grindavík í undanúrslit Lengjubikarsins
Grindavík lenti í talsverðum vandræðum með Fjölni í Lengjubikarnum í gærkvöldi en náði að landa 5 stiga sigri, 83-78, að lokum eftir góðan endasprett. Þar með tryggði Grindavík sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af riðlakeppninni. Grindavík hefur unnið alla tólf leiki sína á tímabilinu. Þeir unnu KR í Meistarakeppni KKÍ, hafa unnið …
Körfuboltastelpurnar efstar
Kvennalið Grindavíkur í körfubolta sem tekur nú þátt í B-deild (1. deild) hefur byrjað vel og er í efsta sæti eftir 5 umferðir. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað einum. Það var mikið um dýrðir í Smáranum í Kópavogi síðasta föstudag. Hamborgarar voru grillaðir í andyri Smárans og mikil og flott umgjörð á staðnum. Stelpurnar okkar voru mættar í heimsókn …
Fjölnir 78 – Grindavík 83
Grindavík er komið í undanúrslit í Lengjubikarnum eftir sigur á Fjölni í gærkveldi. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikin nema hvað Grindavík var með 10 stiga forskot í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn í þriðja leikhluta og komust yfir um tíma. Góður endasprettur hjá okkar mönnum tryggði hinsvegar sigurinn og eru því komnir áfram í úrslitin. Stigahæstu menn Grindavíkur voru Watson …
Erfið fæðing í Smáranum
Það var mikið um dírðir í Smáranum í Kópavogi síðasta föstudag. Hamborgarar voru grillaðir í andyri Smárans og mikil og flott umgjörð á staðnum. Stelpurnar okkar voru mættar í heimsókn og spiluðu sinn fimmta leik í 1. deildinni í vetur. Leikurinn fór vel af stað og opnaði Ingibjörg Sigurðardóttir leikinn með góðri þriggja-stiga körfu. Fyrsti leikhluti einkenndist af miklu basli …
Hvað er að vera afreksmaður/íþróttamaður?
Þriðjudaginn 29.nóvember kl. 19:30 mun forvarnarnefnd UMFG standa fyrir fyrirlestri í Hópskóla með hinum frábæra Sigurbirni Árna Arngrímssyni lífeðlisfræðingi á sviði þjálfunar. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum í 7.bekk og eldri. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til að mæta! Fjallað verður m.a. um matarræði, orkudrykkjanotkun, ofþjálfun og flest sem viðkemur íþróttaiðkun.Sýnum samstöðu og fjölmönnum, Forvarnarnefnd UMFG
Góður árangur á bikarmóti TKÍ
Góður árangur hjá iðkendum taekwondo deildar UMFG á bikarmóti um helgina. Um helgina var haldið bikarmót TKÍ í Mosfellsbæ. Mótið var bæði á laugardag og sunnudag. Fjöldinn allur af keppendum kepptu þar frá flestum taekwondo félögum landsins. Taekwondo deild UMFG átti þar nokkra vaska keppendur sem stóðu sig frábærlega unnu til verðlauna. Innilega til hamingju krakkar. Í bardaga; Ylfa Rán Erlendsdóttir – gull …
Pétur tekur við Haukum
Haukar hafa ráðið Grindvíkinginn Pétur Rúðrik Guðmundsson sem nýjan þjálfara í Iceland Express deildinni í körfubolta. Hann segir því skilið við aðstoðarþjálfarastarfið hjá kvennaliði Keflavíkur og tekur nú við sínu fyrsta liði í úrvalsdeild karla sem aðalþjálfari. Pétur tekur við þjálfun liðsins af Pétri Ingvarssyni sem sagði skilið við félagið á dögunum. Pétur Rúðrik Guðmundsson hefur verið aðstoðarþjálfari í úrvalsdeild …
Ólafur Örn skrifaði undir tveggja ára samning
Ólafur Örn Bjarnason skrifaði í gær undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Grindavíkur. Hann mun því einbeita sér að því að spila með liðinu en sem kunnugt er var hann þjálfari liðsins í ár en hann tók við Grindavík í 7. umferð á síðasta ári.
Dregið í Powerade bikarnum
Í gær var dregið í 32 liða úrslit í Powerade bikar karla. Það voru þeir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, sem drógu að þessu sinni og upp úr hattinum komu tveir áhugaverðir leikir hér í Grindavík. Grindavík fær Hauka í heimsókn og ÍG fær Njarðvík. Leikið verður 9-12 desember næstkomandi.