Taekwondo æfingar falla niður í dag 10.janúar vegna veðurs. Sjáumst hress á fimmtudaginn Kveðja Þjálfarar
Vel heppnað pílumót
Opið pílukastmót, Grindavík Open 2012, var haldið um helgina í Salthúsinu á vegum Pílufélags Grindavíkur. Um 40 keppendur mættu til leiks og var hart barist en Þorgeir Guðmundsson bar sigur úr bítum í A úrslitum en Pétur Guðmundsson í B úrslitum. Riðlakeppnin gekk þannig fyrir sig að þeir sem lentu í fjórum efstu sætum í hverjum riðli fóru í 32 …
Jóhann farinn í KA
Jóhann Helgason sem hefur verið lykilmaður Grindavíkurliðsins í knattspyrnu undanfarin ár var um helgina lánaður í eitt ár til uppeldisfélags síns, KA. Hann fetar í fótspor Orra Freys Hjaltalíns sem yfirgaf Grindavík og fór í uppeldisfélag sitt Þór Á Akureyri fyrir skömmu. ,,Mér fannst vera kominn tími á að spila aftur með mínu uppeldisfélagi og það er minn vilji að …
Tilhlökkun að mæta KR í 16- liða úrslitum bikarsins
KR fær Grindavík í heimsókn í 16-liða úrslitum Powerade bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í kvöld klukkan 19:15. Þetta er síðasti leikurinn á þessu stigi keppninnar en þetta eru liðin sem mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Þá höfðu KR-ingar betur þegar þeir unnu í Laugardalshöllinni áður en þeir lyftu svo Íslandsmeistaratitlinum einnig í lok leiktíðar í fyrra. Grindvíkingar eiga því harma að …
Brotlending hjá Grindavík
Grindavík er úr leik í bikarkeppninni eftir 5 stiga tap gegn bikarmeisturum KR í íþróttahúsi KR í kvöld. Þar með tókst KR að stöðva sigurgöngu Grindavíkurliðsins sem verður nú að einbeita sér að fullum krafti að deildarkeppninni í staðinn þar sem liðið trónir á toppnum. Liðin mættist í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra og þar hafði KR betur og tókst því …
Stærsti leikur tímabilsins hingað til!!!
Stærsti leikur tímabilsins til þessa verður leikinn í kvöld en þá mætum við tvöföldum meisturum síðasta árs, KR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst kl. 19:15. KR-ingar ætla sér að fylla húsið og því ríður á að Grindvíkingar fjölmenni og mæti snemma. OG LÁTI Í SÉR HEYRA!!! KR mætir til leiks með gjörbreytt …
Jói Helga farinn norður
Jóhann Helgason hefur ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, KA, á lánssamningi. Með Grindavík hefur Jóhann spilað 134 leiki í bikar og deild frá því hann kom frá KA 2005. Báðir þeir sem hafa spilað flesta leikina saman á miðjunni síðustu ár eru því farnir til Akureyrar til síns uppeldisfélag því Orri Freyr Hjaltalín gekk í raðir Þórs …
Fjölmennum á stórleikinn gegn KR
Sannkallaður risaslagur er í körfuboltanum næsta mánudagskvöld þegar Grindavík sækir KR heim. Benóný Harðarson í körfuknattleiksráði hefur ritað pistil sem hann bað heimasíðuna um að birta: „Kæru Grindvíkingar! Karfan er aftur byrjuð eftir jólafrí, deildin hefur verið ótrúlega skemmtileg það sem af er vetri, kannski finnst mér hún hafa verið einstaklega skemmtilega hreinlega útaf því að við Grindvíkingar erum efstir …
KR-ingar gera sig klára!
KR-ingar mega eiga það að öll umgjörð í kringum þeirra klúbb er glæsileg og mættu öll lið taka þá sér til fyrirmyndar. Á þessu youtube myndbandi má sjá viðtal sem Böðvar Guðjónsson, formaður KR tekur við Hreggvið Magnússon og báða nýju Kanana. KR-ingar ætla greinilega að tjalda öllu sínu fyrir þennan stórleik 16-liða úrslita Powerade bikarsins og ljóst að við …
Æfingar
Æfingar hjá Díönu falla niður. Æfingar hjá hópum undir stjórn Díönu falla niður vikuna 9-13. janúar vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Stjórn fimleikadeildar.