KR-ingar gera sig klára!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

KR-ingar mega eiga það að öll umgjörð í kringum þeirra klúbb er glæsileg og mættu öll lið taka þá sér til fyrirmyndar.  Á þessu youtube myndbandi má sjá viðtal sem Böðvar Guðjónsson, formaður KR tekur við Hreggvið Magnússon og báða nýju Kanana.

KR-ingar ætla greinilega að tjalda öllu sínu fyrir þennan stórleik 16-liða úrslita Powerade bikarsins og ljóst að við Grindvíkingar verðum að mæta tilbúnir til leiks, jafnt leikmenn sem stuðningsmenn.  KR-ingar gera ráð fyrir húsfylli, 2000 manns!!  Þess vegna eru allir Grindvíkingar sem vettlingi geta valdið, hvattir til að mæta og mæta snemma og draga Sigga frænda og Gunnu frænku með.  Og láta þau öskra úr sér lungun!!

Hér má sjá myndbandið:

Áfram Grindavík!!