Bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson hefur ekki getað tekið þátt í leikjum Grindavíkur í Lengjubikarnum til þessa. Jósef fór í speglun á hné í desember og hóf endurhæfingu í janúar. Í samtali við Fótbolta.net segist Jósef vonast til að snúa aftur um næstu mánaðamót en mestu máli skiptir að verða klár í slaginn þegar Íslandsmótið hefst. Hans hefur verið saknað í liði Grindavíkur …
Grindavík tapaði gegn Val
Grindavík tapaði fyrir Val í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi í Reykjaneshöll 3-0. Staðan í hálfleik var 1-0. Grindavík hefur 2 stig eftir 4 umferðir. Í lið Grindavíkur vantaði lykilmenn eins og Ólaf Örn Bjarnason, Alexander Magnússon, Jósef Kr. Jósefsson, Scott Ramsey og Ray Anthony Jónsson.
Grindavík – Valur í Lengjubikarnum
Grindavík og Valur mætust í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll í gær. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val Óskar var í markinu og aðrir leikmenn voru Marko Valdimar Stefánsson, Loic Mbang Ondo og Matthías Örn Friðriksson í öftustu línu. Paul McShane, Páll Guðmundsson, Óli Baldur Bjarnason og Alex Freyr Hilmarsson á miðjunni Í fremstu línu voru Oluwatomiwo Ameobi, Magnús Björgvinsson og Pape Mamadou …
Þór stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur
Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í gærkvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu. Þórsliðið hefur verið í miklum ham undir stjórn …
Myndir frá Húsatóftavelli óskast
Golfklúbbur Grindavíkur mun gefa út 30 ára afmælisblað sitt í lok mars eða byrjun apríl og verður því dreift inn á heimili í Grindavík. Ritstjórn blaðsins leitar nú af myndum af Húsatóftavelli frá árunum 1981-2000 til birtingar í blaðinu auk allra áhugaverðra mynda sem Grindvíkingar gætu átt af grindvísku golfi. Þeir sem eiga skemmtilegar eða áhugaverðar myndir frá þessum tíma …
Tímabært tap
Eftir nokkra dapra leiki að undanförnu og að Deildarmeistaratitillinn var kominn í höfn, var líklega kominn tími á að Grindavíkurliðið myndi “loksins” tapa….. Sú varð raunin í gærkvöldi þegar við mættum nokkuð heitu liði Þórs frá Þorlákshöfn. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Þórsliðið nánast tryggði sigurinn í 3. leikhluta þegar þeir völtuðu yfir okkar menn. Hvað …
Grindavík burstaði Laugdæla
Grindavíkurstelpurnar léku við botnlið Laugdæla á sunnudaginn í B-deild kvenna í körfubolta. Sigurinn var aldrei í hættu og sigldu stelpurnar sigrinum örugglega í höfn. Leikurinn var vel leikinn af Grindavíkurstelpunum og var vörnin að vanda í fyrirrúmi. Hittnin hefði mátt vera betri en það kemur í næsta leik! Lokatölur urðu 77-31, Grindavík í vil. Stigaskor: Jeanne 15, Katrín Ösp 14 …
Öruggur sigur
Stelpurnar léku við botnlið Laugdæla á sunnudaginn. Sigurinn var aldrei í hættu og sigldu stelpurnar sigrinum örugglega í höfn. Leikurinn var vel leikinn af stelpunum og var vörnin að vanda í fyrirrúmi. Hittnin hefði mátt vera betri en það kemur. Lokatölur urðu 77-31. Stigaskor: Jeanne 15, Katrín Ösp 14 Berglind Anna 11, Jóhanna Rún og Mary gerðu 9 stig …
Konukvöldið 2012
Konur!!! Takið föstudagskvöldið 23. mars frá! Konukvöldið vinsæla verður haldið í Eldborgarsalnum við Bláa lónið. Aðal númer kvöldsins enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson. Nánar auglýst síðar en Linda í Palómu veit allt um málið.
Grindavík steinlá gegn Þór
Grindavík steinlá fyrir Þór í Lengjubikarkarla í knattspyrnu á Akureyri í gær 4-0. Tomi Ameobi brenndi af vítaspyrnu snemma leiks fyrir Grindavík og Þórsarar gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Grindavík er með 2 stig eftir 3 leiki. Alexander Magnússon leikmaðu Grindavíkur fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Orri Freyr Hjaltalín fyrrum leikmaður Grindavík …