Myndir frá Húsatóftavelli óskast

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur mun gefa út 30 ára afmælisblað sitt í lok mars eða byrjun apríl og verður því dreift inn á heimili í Grindavík. Ritstjórn blaðsins leitar nú af myndum af Húsatóftavelli frá árunum 1981-2000 til birtingar í blaðinu auk allra áhugaverðra mynda sem Grindvíkingar gætu átt af grindvísku golfi. 

Þeir sem eiga skemmtilegar eða áhugaverðar myndir frá þessum tíma eru beðnir um að hafa samband við Jón Júlíu Karlsson, ritstjóra blaðsins, með því að senda póst á jjk@vf.is eða í s: 849-0154.

Allar ábendingar eru vel þegnar.