Tímabært tap

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Eftir nokkra dapra leiki að undanförnu og að Deildarmeistaratitillinn var kominn í höfn, var líklega kominn tími á að Grindavíkurliðið myndi “loksins” tapa…..

Sú varð raunin í gærkvöldi þegar við mættum nokkuð heitu liði Þórs frá Þorlákshöfn.  Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Þórsliðið nánast tryggði sigurinn í 3. leikhluta þegar þeir völtuðu yfir okkar menn.

Hvað getum við sagt?  Liðið hefur ekki leikið sannfærandi að undanförnu en samt unnið en í gær var ekki að neinu að keppa nema heiðrinum og því fór sem fór.  Þór er í mjög grimmri baráttu um 2. sætið í Iceland Express deildinni og mættu því skiljanlega mun hungraðri til leiks en við.  En það er mjöööööööög hættulegt að búa sér til afsakanir og það megum við alls ekki gera!  Vonandi og væntanlega mun þetta tap vekja okkur af hinum væra blundi og við mætum dýrvitlausir til allra leikja sem eftir lifa þessarar leiktíðar.  Ef við mætum þannig til leiks, með A-leikinn okkar að vopni, þá er ég sannfærður um að 16 ára bið okkar er á enda!

Áfram Grindavík!