Grindavík burstaði Laugdæla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpurnar léku við botnlið Laugdæla á sunnudaginn í B-deild kvenna í körfubolta. Sigurinn var aldrei í hættu og sigldu stelpurnar sigrinum örugglega í höfn. Leikurinn var vel leikinn af Grindavíkurstelpunum og var vörnin að vanda í fyrirrúmi. Hittnin hefði mátt vera betri en það kemur í næsta leik! Lokatölur urðu 77-31, Grindavík í vil. 

Stigaskor: Jeanne 15, Katrín Ösp 14 Berglind Anna 11, Jóhanna Rún og Mary gerðu 9 stig hvor.