Grindavík steinlá gegn Þór

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Þór í Lengjubikarkarla í knattspyrnu á Akureyri í gær 4-0. Tomi Ameobi brenndi af vítaspyrnu snemma leiks fyrir Grindavík og Þórsarar gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Grindavík er með 2 stig eftir 3 leiki.

Alexander Magnússon leikmaðu Grindavíkur fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Orri Freyr Hjaltalín fyrrum leikmaður Grindavík lék með Þór og átti góðan leik.