Grindavík – Valur í Lengjubikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík og Valur mætust í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll í gær. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val

Óskar var í markinu og aðrir leikmenn voru Marko Valdimar Stefánsson, Loic Mbang Ondo og Matthías Örn Friðriksson í öftustu línu. 

Paul McShane, Páll Guðmundsson, Óli Baldur Bjarnason og Alex Freyr Hilmarsson á miðjunni

Í fremstu línu voru Oluwatomiwo Ameobi, Magnús Björgvinsson og Pape Mamadou Faye.

Daníel Leo Grétarsson og Guðmundur Egill Bergsteinsson komu inn á í seinni hálfleik.  Í Grindavíkurliðið vantaði nokkra lykilmenn því Alexander Magnússon, Ólafur Örn Bjarnason, Jósef Jósefsson og Ray Anthony Jónsson voru allir fjarverandi.

Mörk Vals skoruðu Andri Fannar Stefánsson á 29. mínútu,  Rúnar Már  Sigurjónsson á þeirr 57. og Hörður Sveinsson tveimur mínútum fyrir leikslok.