Vaknaðir!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Eflaust var mörgum Grindvíkingnum létt eftir leik kvöldsins gegn Njarðvík því eftir 2 tapleiki í röð og nokkra dapra leiki fram að því, var risið kannski ekkert of hátt…. En flestum ef ekki öllum spurningum var svarað í kvöld og vel það!  Frábær leikur hjá okkar mönnum og greinilegt að þeir eru búnir að reka af sér slyðruorðið ef eitthvað …

Brjáluð stemning fyrir konukvöldinu!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Að sögn Lindu í Palómu sem er framkvæmdastjóri og sérstakur verndari konukvöldins vinsæla hjá kvennadeild körfuboltans, stefnir í metaðsókn á konukvöldið á föstudaginn og ljóst að einhverjar konur munu þurfa bíta í það súra epli að þurfa frá að hverfa….. Linda segir að ljóst sé að uppselt verði og muni síðustu miðarnir renna út á morgun.  Þær sem vilja hoppa …

Grindavík tók Fylki í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Eftir frekar dapurt gengi í fyrstu fjórum leikjunum í Lengjubikarnum hrökk Grindavík heldur betur í gang gegn Fylki og vann með fjórum mörkum gegn engu. Pape, Scott Ramsey, Alexander Magnússon (víti) og Magnús Björgvinsson skoruðu mörk Grindavíkur. Grindavík spilaði vel og sundurspilaði Fylki á köflum. Ólafur Örn Bjarnason og Scott Ramsey sneru aftur í liðið eftir meiðsli og Alexander kom …

Stelpurnar unnu B-deildina örugglega

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu bæði Skallagrím og KFÍ um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Þær unnu deildina afar sannfærandi en þær fengu deildarmeistaratitilinn afhentan eftir leikinn í dag. Nú taka við tveir úrslitaleikir við KFÍ um hvort liðið tryggir sér úrvalsdeildarsæti. Grindavík burstaði Skallagrím í gær 71-24 og eins tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir okkar stúlkna gríðarlegir. Berglind Magnúsdóttir …

Tveir Íslandsmeistarar í júdó í U20

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti U20 í júdó um helgina og eignuðust tvo Íslandsmeistara. Grindvíkingar áttu fimm fulltrúa á mótinu; Guðjón Sveinsson, Gunnar Marel Ólafsson, Björn Lúkas Haraldsson, Sigurpáll Albertsson og Daniel Víðar Hólm, og komust þeir allir á verðlaunapall. Þeir kepptu allir í aldursflokkinum 17-19 ára.   Þeir Sigurpáll og Björn Lúkas unnu sína flokka með miklum yfirburðum …

Tvei sigrar um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Meistaraflokkur kvenna lék tvo leiki um helgina og tóku á móti sigurverðlaunum. Fyrri leikurinn var í gær þegar þær tóku á móti Skallagrím sem þær unnu örugglega 71-24 Eftir leikinn tóku þær við bikar enda unnu þær deildina örugglega, 14 sigrar í 15 leikjum. Í dag tóku þær á móti KFÍ og var hann öllu jafnari en lokatölur urðu 60-51 Glæsilegur …

Grindavík 4 – Fylkir 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík lagði Fylki 4-1 núna rétt í þessu í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöll og var liður í 5.umferð Lengjubikarsins.  Grindavík er smá saman að ná til baka sínum sterkasta hóp og voru m.a. Ólafur Örn Bjarnason, Scott Ramsay og Alexander Magnússon allir í byrjunarliðinu í dag en enginn þeirra spilaði síðasta leik. Mikil bæting var á liðinu í …

Tveir Íslandsmeistaratitlar

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Grindvíkingar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti U20 í júdó og eignuðust tvo Íslandsmeistaratitla til viðbótar. Mótið fór fram laugardaginn 17. mars og áttu Grindvíkingar 5 fulltrúa á mótinu, þeir Guðjón Sveinsson, Gunnar Marel Ólafsson, Björn Lúkas Haraldsson, Sigurpáll Albertsson og Daniel Víðar Hólm, og komust þeir allir á verðlaunapall. Þeir kepptu allir í aldursflokkinum 17-19 ára. Þeir Sigurpáll og Björn …

Annar bikar á loft í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er skammt stórra högga á mili í bikarlyftingum hér í Grindavík.  Í dag eftir leikinn við Skallagrím tekur meistaraflokkur kvenna við bikar fyrir sigur í 1.deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í dag og fer fram hér í Grindavík.  Grindavík er í 1.sæti með 24 stig en KFÍ í öðru með 20 stig.   Þessi lið mun væntanlega fara …

Bikarinn fór á loft þrátt fyrir tapið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Snæfelli í Röstinni í gærkvöldi 89-101. En Grindavík hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og Páll Axel Vilbergsson fyrirliði tók á móti titlinum í leikslok. Grindavík lék án Giordon Watson og munaði um minna.   “Við vorum bara skítlélegir í dag. Það er ekkert flóknara en það,” sagði fyrirliði Grindavíkur, Páll Axel Vilbergsson, við Vísi allt annað en …