Brjáluð stemning fyrir konukvöldinu!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Að sögn Lindu í Palómu sem er framkvæmdastjóri og sérstakur verndari konukvöldins vinsæla hjá kvennadeild körfuboltans, stefnir í metaðsókn á konukvöldið á föstudaginn og ljóst að einhverjar konur munu þurfa bíta í það súra epli að þurfa frá að hverfa…..

Linda segir að ljóst sé að uppselt verði og muni síðustu miðarnir renna út á morgun.  Þær sem vilja hoppa til NÚNA STRAX geta haft samband við Lindu í síma 777-3322.

Dagskráin hefur áður verið auglýst og er hún með glæsilegra móti en enginn annar en poppkóngur Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson verður rúsínan í pylsuendanum.

Leikmenn nýkrýndra Deildarmeistara karlaliðs Grindavíkur, með Ryan Pettinella fremstan í flokki vöðvahnykklara, hlakka mikið til að sýna kvenpeningnum BÆCEPANA sína en ljóst má þykja að það verður kyngimagnað stuð í Eldborg á föstudagskvöldið!

Áfram konur!