Grindavík 4 – Fylkir 1

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík lagði Fylki 4-1 núna rétt í þessu í Lengjubikarnum.

Leikurinn fór fram í Reykjaneshöll og var liður í 5.umferð Lengjubikarsins.  Grindavík er smá saman að ná til baka sínum sterkasta hóp og voru m.a. Ólafur Örn Bjarnason, Scott Ramsay og Alexander Magnússon allir í byrjunarliðinu í dag en enginn þeirra spilaði síðasta leik.

Mikil bæting var á liðinu í dag og þá sérstaklega á fremsta hluta vallarins, fjögur mörk sýna fram á það. Með Magnús, Scotty, Ameobi og Pape í frömstu víglínu(m) þá er heldur ekki von á öðru.

Fyrsta mark leiksins skoraði Pape á móti sínum gömlu félögum. Scott skoraði annað markið, Alexander það þriðja úr víti og Magnús fjórða og síðasta markið af stuttu færi.