Tveir Íslandsmeistaratitlar

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Grindvíkingar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti U20 í júdó og eignuðust tvo Íslandsmeistaratitla til viðbótar.

Mótið fór fram laugardaginn 17. mars og áttu Grindvíkingar 5 fulltrúa á mótinu, þeir Guðjón Sveinsson, Gunnar Marel Ólafsson, Björn Lúkas Haraldsson, Sigurpáll Albertsson og Daniel Víðar Hólm, og komust þeir allir á verðlaunapall. Þeir kepptu allir í aldursflokkinum 17-19 ára.

Þeir Sigurpáll og Björn Lúkas unnu sína flokka með miklum yfirburðum og eru Íslandsmeistarar í sínum flokkum.

Strákarnir kepptu líka í sveitakeppni (fimm og fimm saman í liði) og enduðu þar í öðru sæti af fimm sveitum.

Guðjón fékk silfur í -66kg flokki

Gunnar fékk brons í -66kg flokki

Björn Lúkas fékk gull í -81kg flokki

Sigurpáll fékk gull í -90kg flokki

Daniel Víðar fékk silfur í -100kg flokki.

Guðjón keppti í -66kg flokki, þar voru 4 keppendur. Guðjón vann tvær glímur, eina á kasti og aðra á fastataki, en tapaði einni á kasti.

Gunnar keppti einnig í -66kg flokki, 4 keppendur. Hann vann eina glímu á fastataki en tapaði einni á kasti og annarri á armlás.

Björn Lúkas keppti í -81kg flokki, þar voru 4 keppendur. Hann vann tvær af sínum glímum á hengingu og eina á armlás.

Sigurpáll keppti í -90kg flokki, þar voru 4 keppendur. Hann vann tvær glímur á kasti og eina á fastataki. 

Daniel Víðar keppti í -100kg flokki, þar voru 2 keppendur, og kepptu þeir þá tvisvar. Daniel tapaði báðum glímunum á kasti.

Sveitakeppnin gekk vel og voru úrslit mjög tæp. Þeir unnu sveit ÍR A með 4 vinningum gegn 1, sveit ÍR B með 4 vinningum gegn 1, sveit Ármanns með 4 vinningum gegn 1, en töpuðu með 2 vinningum gegn 3 á móti sveit KA sem unnu sveitakeppnina.