Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til þess að hita upp fyrir stórleikinn gegn Stjörnunni í kvöld með því að mæta í Salthúsið fyrir leik en húsið opnar kl. 17:30. Þar mun stuðningsmannahópur körfuboltans í samstarfi við Láka í Salthúsinu grilla hamborgara sem seldir verða á 700 kr. Einar Hannes og Jón Gauti verða grillmeistarar og byrja þeir að grilla kl. 17:30 …
Grindavík tekið í kennslustund
Grindavík tókst ekki að klára undanúrslitaeinvígið við Stjörnuna í kvöld. Stjarnan skein skært og segja má að Grindavík hafi verið niðurlægt á heimavelli því Stjarnan vann með 17 stiga mun, 82-65. Liðin mætast því að nýju í Garðabæ. Í kvöld fór fram þriðji leikur í undanúrslitarimmu Grindavíkur og Stjörnunar í Iceland Express-deild karla. Leikið var í Röstinni, heimavelli Grindvíkinga og …
Frábær þátttaka í Skálamóti 3
Það var frábær mæting í þriðja Skálamót GG í dag. 119 kylfingar voru skráðir til leiks. Í upphafi var rigninga og fremur kalt í veðri en þegar leið á daginn léti til og hlýnaði. Völlurinn var í einu orði sagt frábær, flatir eins og þær gerast bestar, hvað þá á þessum árstíma og kylfingar kunnu svo sannarlega að meta aðstæðurnar, …
3. leikurinn á morgun í Röstinni
Sökum lélegs internetssambands og svo vinnu, gat ég ekki skrifað pistil eftir sigurinn í Garðabænum á föstudagskvöldið en svei mér þá ef það er ekki bara meira taugatrekkjandi að fylgjast svona með úr fjarlægð í gegnum internetið….. En gleðin var mikil hér um borð og svo til að smella rjóma ofan á kökuna komu Agnar, Daníel og Margrét okkur í …
?Með höfuðið rétt skrúfað á eru okkur allir vegir færir?
Grindavík mætir Stjörnunni öðru sinni í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabæ í kvöld kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 1-0 en þrjá sigurleiki þarf til þess að komast í úrslitaleikina. Sigurbjörn Dagbjartsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeildinni, skrifar pistil um leikinn á heimasíðu UMFG og segir m.a. „Enn og aftur snýst þetta um hvernig við Grindvíkingar mætum til leiks. Með …
Grindavík í kjörstöðu eftir sigur í öðrum leik
Grindavík lagði Stjörnuna að velli með 3ja stiga mun, 71 stigi gegn 68, í æsispennandi leik í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla. Þar með leiðir Grindavík einvígið 2-0 og getur klárað Stjörnuna með því að vinna þriðja leikinn á mánudaginn. Það var hart barist strax í fyrsta leikhluta í viðureign Stjörnunar og Grindavíkur sem fram fór í Ásgarði …
Fannar Helgason í 2. leikja bann!
KKÍ hefur dæmt í kæru Keflvíkinga á hendur Fannari Helgasyni, leikmanni Stjörnunnar og er niðurstaðan 2. leikja bann. Hann leikur því ekki næstu 2 leiki sem gætu orðið síðustu leikir Stjörnunnar á þessu tímabili þar sem Grindavík leiðir 1-0 og þarf 2 sigra í viðbót. En sem fyrr segi ég og skrifa að þátttaka Fannars eða fjarvera, ríður ekki baggamuninn …
Áfram heldur fjörið
Grindavík og Stjarnan mætast öðru sinni í rimmu sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla annað kvöld, föstudag og fer leikurinn fram í Ásgarði þeirra Stjörnumanna í Garðabænum. Mikið fjör er í úrslitakeppninni og í þessum skrifuðu orðum er Þórsarar úr Þorlákshöfn að rúlla KR-ingum upp og jafna þar með rimmu sína við Vesturbæjarstórveldið. Skyldu Stjörnumenn gera slíkt hið sama …
Skráning á bikarmót 3.
Þriðja TKÍ Bikarmótið fyrir veturinn 2011/2012 Bikarmótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Áramanns í Laugardal, Engjavegi 7, dagana 21. og 22. apríl næstkomandi. Mótið hefst kl 9.00. Yngsti hópurinn (börn yngri en 12 ára) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tveimur sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior) á …
Góð byrjun – Þorleifur í stuði
Grindavík lagði Stjörnuna 83-74 í fyrsta undanúrslitaeinvígi liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta. Þetta var hörku leikur tveggja öflugra liða en vinna þarf 3 leiki til þess að komast í úrlitaleikinn. Það var liðsheild og breidd heimamanna sem tryggði þennan sigur, en þeir leiddu nánast allan leikinn. J’Nathan Bullock átti stórleik fyrir Grindavík og Þorleifur Ólafsson átti einnig frábæran leik. Grindavík 83-74 …