Í hádeginu var dregið í 4 liða úrslit Borgunarbikarsins. Grindavík kom upp úr pottinum á undan KR og fær því Íslands- og bikarmeistarana í heimsókn 2.ágúst. Leikurinn gæti hinsvegar eitthvað færst til en það ræðst á gengi KR í Evrópukeppninni. Hinn leikurinn fer fram í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Þrótti. Það lið sem ætlar sér að vinna …
Grindavíkurstelpur lágu fyrir Fram
Grindavíkurstelpur sóttu ekki gull í greipar toppliðs Fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fram vann Grindavík 4-1 og hefur því unnið alla níu leiki sína í riðlinum. Grindavík byrjaði reyndar betur og náði forystu eftir stundarfjórðung með marki Rebekku Salicki. En Fram jafnaði metin fyrir hlé. Í seinni hálfleik höfðu Framstúlkur nokkra yfirburði og bættu við þremur mörkum. Grindavíkurliðið …
Paul McShane gerir starfslokasamning
Skoski miðjumaðurinn Ian Paul McShane hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Grindavíkur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag. McShane hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Grindavík á leiktíðinni. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðustu tvö tímabil en auk þess spilaði hann með liðinu frá 1998-2007. „Ég náði samkomulagi í gær og mun skrifa undir starfslokasamning …
Kristinn efstur á meistaramóti GG
Kristinn Sörensen er efstur í meistaraflokki karla þegar Meistaramót GG er hálfnað en búið er að spila tvo hringi af fjórum. Í meistaraflokki kvenna er Gerða Kristín Hammer með 4ra högga forskot á Hildi Guðmundsdóttur. Kristinn hefur 7 högga forskot á Jón Júlíus Karlsson og 8 högg á Davíð Arthúr Friðriksson. Kristinn lék fyrri hringinn á pari en þann seinni …
Grindavíkurstelpur fjölmenna á Símamót Breiðabliks
Núna stendur yfir Símamótið þar sem stelpur úr Grindavík eru fjölmennar. Eru þarna á ferðinni stelpur úr 7., 6. og 5.flokki og á setningu mótsins í gær mátti sjá samanburðinn milli liða og gaman að segja frá því að fjöldi þáttakanda frá okkar 2.800 manna bæjarfélagi var á við stærstu klúbba á landinu. Sannarlega öflugt yngri flokka starf hjá okkur og …
Grindavík 1 – Fram 4
Grindavík tók á móti Fram í 1.deild kvenna í gær. Fram var fyrir leikinn á toppnum og héldu sæti sínu þar sem þær unnu 4-1 Það var hinsvegar Grindavík sem komst yfir með marki frá Rebekku Salicki á 16. mínútu en Framstúlkur jöfnuðu leikinn fyrir leikhlé og skoruðu svo 3 mörk í seinni hálfleik. Kristín Karlsdóttir var flutt á sjúkrahús …
Símamótið í fullum gangi
Núna stendur yfir Símamótið þar sem stelpur úr Grindavík eru fjölmennar. Hægt er að sjá myndir frá mótinu hér fyrir neðan og einnig á myndasafni UMFG á facebook. Eru þarna á ferðinni stelpur úr 7., 6. og 5.flokki og á setningu mótsins í gær mátti sjá samanburðinn milli liða og gaman að segja frá því að fjöldi þáttakanda frá okkar …
Grindavík mætir toppliði Fram
Grindavíkurstelpur taka á móti Fram í B-deildinni á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir Grindavík því Fram er langefst í riðlinum, hefur unnið alla átta leiki sína og er með markatöluna 34-6! Grindavík er hins vegar í 6. sæti með 7 stig eftir 7 leiki en liðið hefur bætt sig mikið að undanförnu eftir …
Meistaramót GG hefst í dag
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur hefst í dag og stendur til laugardags en í meistaraflokki karla er spilað fram á laugardag. Alls eru 55 kylfingar skráðir til leiks sem er örlítil fækkun frá því í fyrra. Í fyrsta skipti í sögu GG verður spilað á 18 holu velli en nýju brautirnar fimm sem teknar voru í notkun í síðustu viku verða einnig notaðar. …
Alexander og Scotty í banni
Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í fótboltanum verður án þeirra Alexanders Magnússonar og Scott Ramsay gegn Fylki á mánudagskvöld. Tvímenningarnir voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.