Grindavík – KR í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í hádeginu var dregið í 4 liða úrslit Borgunarbikarsins.  Grindavík kom upp úr pottinum á undan KR og fær því Íslands- og bikarmeistarana í heimsókn 2.ágúst.

Leikurinn gæti hinsvegar eitthvað færst til en það ræðst á gengi KR í Evrópukeppninni.  Hinn leikurinn fer fram í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Þrótti.

Það lið sem ætlar sér að vinna bikarinn í ár þarf að vinna besta lið landsins, KR, og því jákvætt að takast á við  það verkefni á heimavelli í Grindavík frekar en á Laugardalsvellinum.