Alexander Magnússon mun að öllum líkindum leika áfram með Grindavík í fyrstu deildinni næsta sumar þrátt fyrir að félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. Alexander hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Keflavík en nú lítur út fyrir að hann verði áfram hjá Grindavík nema eitthvað félag geri tilboð í hann. Þetta kemur fram á fótbolti.net. ,,Það er einhver áhugi …
Sætir sigrar í Sambíómótinu
Stelpurnar í 3-4 bekk tóku þátt í Sambíómótinu um helgina sem haldið var Grafarvogi. Er þetta gamla Hópbílamótið sem grindvísk lið hafa sótt síðustu ár. Sextán stelpur sem Ellert Magnússon hefur þjálfað í vetur mættu og stóðu sig frábærlega. Eins og venjan er á svona mótum er ekki skráð skoruð stig en stelpurnar voru samt með á hreinu hvernig leikirnir …
Grindavík – Haukar í kvöld
Lengjubikarinn heldur áfram í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Haukum. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 19:15. Keflavík sigraði Skallagrím örugglega í gær 110-64 og eru því komnir á topp riðilsins með 3 sigra eftir 4 leiki. Grindavík getur náð þeim í kvöld. Grindavík sigraði fyrri leik þessara liða 14. október á Ásvöllum 92-70
Grátlegt tap gegn Haukum
Haukar unnu eins stigs útisigur á Grindavík 79-78 í fyrsta leik sjöundu umferðar úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gær. Leikurinn var æsispennandi er augljóst batamerki eru á Grindavíkurliðinu og liðið á enn inni Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem er meidd. Crystal Smith skoraði 22 stig fyrir Grindavík og tók 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir var með 21 stig og 8 fráköst. …
Gísli Þráinn Íslandsmeistari í formi
Í gær var haldið Íslandsmótið í formi í Laugardalnum en þetta er tegund af júdó. Grindvíkingar mættu þar með sterkt lið og sópuðu að sér verðlaunum. Gísli Þráinn Þorsteinsson sigraði í sínum flokki eftir jafna keppni. Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna og Ylfa Rán Erlendsdóttir til brosnverðlauna í sínum flokkum. Gísli Þráinn og Björn Lúkas kepptu einnig í paraformi og …
Vetraræfingar knattspyrnudeildar
Ný æfingatafla fyrir knattspyrnudeildina er komin hér á umfg.is. Allar æfingar fara fram í Hópinu. Hægt er að sækja töfluna hér 8.flokkur Laugardagur 09:30-10:1510:30-11:15 7.flokkur kvk (1. – 2. bekkur) Fimmtudagur Föstudagur 14:30 13:20-14:30 6.flokkur kvk (3. – 4. bekkur) Þriðjudagur Miðvikudagur Föstudagur 15:00-16:00 15:00-16:00 14:30 5.flokkur kvk (5. – 6. bekkur) Mánudagur Fimmtudagur …
Gísli Þráinn Íslandsmeistari í formi
Í dag 3. nóvember var haldið Íslandsmótið í formi í Laugardalnum. Grindvíkingar mættu þar með stekt lið og sópuðu að sér verðlaunum. Gísli Þráinn Þorsteinsson sigraði sinn flokk eftir jafna keppni. Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna og Ylfa Rán Erlendsdóttir til brosnverðlauna í sínum flokkum. Gísli Þráinn og Björn Lúkas kepptu einnig í paraformi og unnu til bronsverðlauna. Öll …
Grindavík – Haukar í dag
Baráttuslagur í neðri hluta Dominosdeild kvenna fer fram í dag klukkan 16:30 í Grindavík Grindavík tekur þá á móti Haukum en liðin eru í neðsta sæti deildarinnar ásamt Fjölni. Grindavík vann einmitt Fjölni í síðsta leik eftir að einn besti þjálfari landsins, Ellert Magnússon, tók við í fjarveru Braga Magnússonar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og um að gera að koma …
ÍR 105 – Grindavík 99
Grindavík tapaði sínum öðrum leik í Dominosdeildinni í gær þegar ÍR fór með sigur í Hertz hellinum Leikurinn var jafn og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og undir lokin munaði 6 stigum á liðunum 105-99. Stigahæstir hjá Grindavík voru Zeglinski og Jóhann. Á karfan.is er að finna fína umfjöllun um leikinn sem er hér fyrir neðan: “Íslandsmeistarar Grindavíkur gerðu sér ferð …
Fjölnir 74 – Grindavík 79
Fyrsti sigur Grindavíkur í Dominosdeild kvenna kom í gær þegar stelpurnar lögðu Fjölni á útivelli með 5 stigum. Grindavík mætti bæði með nýjan þjálfara og nýjan erlendan leikmann til leiksins og átti Crystal Smith stórleik í gærkveldi með 37 stig. Stelpurnar okkar tóku forystu strax í byrjun og voru alltaf með 5-10 stiga mun fram undir miðjan 4 leikhluta. Fjölnisstelpurnar spýttu …