Gísli Þráinn Íslandsmeistari í formi

Ungmennafélag Grindavíkur Taekwondo

Í dag 3. nóvember var haldið Íslandsmótið í formi í Laugardalnum. Grindvíkingar mættu þar með stekt lið og sópuðu að sér verðlaunum. Gísli Þráinn Þorsteinsson sigraði sinn flokk eftir jafna keppni. Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna og Ylfa Rán Erlendsdóttir  til brosnverðlauna í sínum flokkum. Gísli Þráinn og Björn Lúkas kepptu einnig í paraformi og unnu til bronsverðlauna. Öll þrjú kepptu þau síðan saman í hópaformi og unnu þar til silfur verðlauna. Glæsilegur árangur hjá grindvíkingum sem lentu í þriðja sæti um félag mótsins. Innilega til hamingju.